Efnahagsmál - 

01. september 2006

Allar kýr í heimsreisu á fyrsta farrými!

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Allar kýr í heimsreisu á fyrsta farrými!

Landbúnaðarstefna OECD-ríkjanna kostar samtals 360 milljarða dollara ár hvert, eða um 25 þúsund milljarða íslenskra króna. Fyrir þessa upphæð væri hægt að fljúga með hverja kú hringinn í kringum hnöttinn á fyrsta farrými og rúmlega það, á hverju ári. Þetta er einn athyglisverðra fróðleiksmola um hnattvæðinguna sem sænsku samtök atvinnulífsins (SN) vekja athygli á. Meðal annarra má nefna að síðustu 40 ár hefur meðalævilengd fólks í þróunarríkjum vaxið úr 46 árum í 64. Fleiri slíka fróðleiksmola má finna undir Fakta om globalisering (neðarlega til hægri) á hnattvæðingarsíðunni á vef SN.

Landbúnaðarstefna OECD-ríkjanna kostar samtals 360 milljarða dollara ár hvert, eða um 25 þúsund milljarða íslenskra króna. Fyrir þessa upphæð væri hægt að fljúga með hverja kú hringinn í kringum hnöttinn á fyrsta farrými og rúmlega það, á hverju ári. Þetta er einn athyglisverðra fróðleiksmola um hnattvæðinguna sem sænsku samtök atvinnulífsins (SN) vekja athygli á. Meðal annarra má nefna að síðustu 40 ár hefur meðalævilengd fólks í þróunarríkjum vaxið úr 46 árum í 64. Fleiri slíka fróðleiksmola má finna undir Fakta om globalisering (neðarlega til hægri) á hnattvæðingarsíðunni á vef SN.

Samtök atvinnulífsins