Efnahagsmál - 

27. janúar 2010

Algjört forgangsmál að lækka útgjöld ríkisins

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Algjört forgangsmál að lækka útgjöld ríkisins

Enginn einstakur liður í hagstjórninni skiptir jafn miklu máli við núverandi aðstæður og árangurinn í ríkisfjármálum. Þar skilur algerlega á milli feigs og ófeigs. Þetta sagði Björn Rúnar Guðmundsson, skrifstofustjóri í efnahags- og viðskiptaráðuneytinu, á morgunverðarfundi SA um horfurnar í fjármálum ríkisins til ársins 2013. Björn sagði ennfremur að af þeim meginverkefnum sem framundan eru í hagstjórninni séu ríkisfjármálin mest krefjandi. Á síðasta ári hafi ríkisfjármálum verið beitt til að milda áhrif efnahagsáfallsins en þann slaka þurfi nú að vinna hratt til baka.

Enginn einstakur liður í hagstjórninni skiptir jafn miklu máli við núverandi aðstæður og árangurinn í ríkisfjármálum. Þar skilur algerlega á milli feigs og ófeigs. Þetta sagði Björn Rúnar Guðmundsson, skrifstofustjóri í efnahags- og viðskiptaráðuneytinu, á morgunverðarfundi SA um horfurnar í fjármálum ríkisins til ársins 2013. Björn sagði ennfremur að af þeim meginverkefnum sem framundan eru í hagstjórninni séu ríkisfjármálin mest krefjandi. Á síðasta ári hafi ríkisfjármálum verið beitt til að milda áhrif efnahagsáfallsins en þann slaka þurfi nú að vinna hratt til baka.

Björn Rúnar sagði að við hrun bankanna hafi efnahagleg staða ríkissjóðs breyst úr því að vera óvenju hagstæð yfir í að vera mjög óhagstæð. Viðvarandi hallarekstur skapi hættu á ríkið komist í þrot og því þurfi að bregðast skjótt við. Björn Rúnar spurði á hvaða leið þjóðin væri og birti meðfylgjandi mynd af þróun lánshæfismats ríkissjóðs:

Lánshæfismat ríkisins

Eins og sést hefur sigið á ógæfuhliðina hvað varðar lánshæfismat ríkissjóðs og við stöndum á tímamótum. Enn getur ástandið versnað en það gæti líka farið að lagast ef brugðist verður rétt við að mati Björns Rúnars. Fyrsta aðlögunarskrefið hafi verið stigið um mitt síðasta ár með aðgerðum sem kynntar voru í júní 2009 en miðað við stöðuna í dag segir Björn Rúnar erfiðasta hjallann vera eftir.

Björn Rúnar sagði að stefna verði að því að skuldsetning ríkissjóðs verði undir 60% af landsframleiðslu til lengri tíma litið en mikilvægt sé að huga að samræmingu í fjármálum ríkis og sveitarfélaga til að hægt verði að treysta ramma opinberra fjármála. Hingað til hafi ríkisfjármálin verið í forgrunni en mikilvægt sé að leggja aukna áherslu á opinber fjármál í heild. Auka verði áherslu á langtímamarkmið og bindandi útgjaldaramma yfir lengra tímabil en nú tíðkist. Þá undirstrikaði Björn mikilvægi skuldastýringar í opinberum fjármálum nú þegar skuldsetning hins opinbera hafi aukist mikið.

Björn lauk máli sínu með þeim upplífgandi orðum að miðað við horfur í okkar nágrannalöndum þá séu verkefnin þeirra í ríkisfjármálum síst minni en Íslendinga. Staða Íslands gæti því orðið vel viðunandi innan skamms.

Hvert stefnir í fjármálum ríkisins"text-align: center">Hátt í 300 manns mættu á fundinn

Þörf á róttækum ráðstöfunum

Frosti Ólafsson fjallaði í erindi sínu um hvort þörf væri að grípa til róttækra ráðstafana í fjármálum ríkisins og svaraði hann því játandi. Benti hann t.a.m. á að áætlaður fjárlagahalli ríkissjóðs á árunum 2010-2012 væri mjög mikill í samanburði við aðrar skuldir hins opinbera. Efnahagsáætlun AGS skapi tímabundið svigrúm en til að efnahagsáætlunin gangi upp þurfi fyrst og fremst að ná tökum á fjármálum ríkissjóðs. Þannig megi efla lánshæfismat ríkissjóðs og hagkerfisins í heild, greiða niður skuldir, efla trúverðugleika gjaldmiðilsins og styrkja gengi krónunnar.

Frosti benti á að útgjöld hins opinbera á Íslandi hafa vaxið hratt á undanförnum árum en þau eru nú þau hæstu innan OECD sem hlutfall af landsframleiðslu (m.v. 2009). Frosti sagði opinberum starfsmönnum hafa fjölgað mjög hratt og launakostnaður ríkisins samhliða því og benti á ýmsar leiðir sem Viðskiptaráð hefur kynnt til að ná betri tökum á rekstri ríkisins, auka skatttekjur og draga verulega úr útgjöldum. Hægt sé að minnka launakostnað hins opinbera um 20% og útgjöld til menntamála án þess að veikja grundvöll kerfisins. Frosti benti ennfremur á að nú væri betra tækifæri en nokkru sinni fyrr til að afnema styrki til landbúnaðarins.

Óhjákvæmilegt að minnka rekstrarkostnað ríkisstofnana
Fjöldi forstöðumanna ríkisstofnana mætti á fundinn í morgun og mátti heyra á þeim mörgum að þeir söknuðu þess að hafa ekki fengið greinargóðar upplýsingar um hvaða fjármuni þeir hafi til að spila úr næstu misserin. Sjöfn Sigurgísladóttir, forstjóri Matís, sagði í sínu erindi ljóst að verulegur niðurskurður væri framundan hjá forstöðumönnum ríkisstofnana en stefnu skorti og forgangsröðun um hvað eigi að skera niður. Kallaði hún eftir samstarfi og samstöðu aðila um aðgerðir, t.a.m. ráðuneyta og stofnana, og benti á að hægt væri að fá hlutlausan aðila til að leiða vinnuna þar sem heildarhagsmunir yrðu hafðir að leiðarljósi.

Sjöfn sagði ljóst að það væri hræðsla í ríkiskerfinu við breytingar en það væri morgunljóst að bæta þurfi nýtingu fjármuna í kerfinu. Umbuna þurfi stjórnendum hins opinbera sem standi sig vel í rekstrinum en tímabært sé að fólk hætti að kenna umhverfinu um og fari að hugsa í lausnum - umhverfið sé breytt og tímabært að bregðast við. Mikilvægt sé að virkja starfsfólk í þeirri vinnu sem er framundan en til að hún beri árangur verði að hafa skýr mælanleg markmið og fagaðilar verði að koma að stefnumótun sem eigi sér stað þvert á ráðuneyti.

Varðandi sameiningu stofnana sagði Sjöfn þær geta átt rétt á sér en það væri hennar skoðun að það væri e.t.v. ekki tímabært í því viðkvæma ástandi sem nú er. Stjórnendur stofnana eigi frekar að greina hvað þeir geti gert og hvað ekki fremur en að leita hagræðingamöguleika sem skili sér jafnvel ekki fyrr en seint og um síðir.

Líflegar umræður
Ólöf Nordal, alþingismaður, stýrði líflegum umræðum um ríkisfjármálin en auk frummælenda tóku þátt í þeim Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri SA, Katrín Ólafsdóttir hagfræðingur og lektor við Háskólann í Reykjavík og Ólafur Darri Andrason, forstöðumaður hagdeildar Alþýðusambands Íslands.

Ólöf Nordal stjórnaði umræðum

Hannes sagðist óttast að þær hugmyndir sem kynntar voru í skýrslu fjármálaráðherra síðastliðið sumar um aðgerðir til að styrkja umgjörð ríkisfjármála kæmu ekki til framkvæmda. Þar koma m.a. fram áform um rammafjárlög til fjögurra ára, breytt verklag Alþingis við fjárlagagerðina, tekið verði fyrir framlög til aukins umfangs í fjáraukalögum  og þrengdar heimildir stjórnenda til að flytja fjárheimildir á milli ára. Hannes sagði stefnuna til staðar en nú reyndi á framkvæmdina. Stefnumörkunin byggi á tillögum frá AGS og í raun og veru sé verið að uppfæra vinnubrögðin við fjárlagagerðina á Íslandi til samræmis við það sem þekkist í nágrannalöndum okkar. Þá vísaði Hannes til stöðugleikasáttmálans sem gerður var síðastliðið sumar en skattahækkanir væru nú þegar orðnar meiri en þar var samið um og því ljóst að við næstu fjárlagagerð væri ekki inni í myndinni að hækka skatta meira - leggja verði megináherslu á að lækka útgjöld ríkisins. 

Ólafur Darri sagði að búið væri að greina vandann og verið sé að vinna að því að leysa hann. Þrátt fyrir að staðan sé erfið bjóði hún upp á tækifæri til að hugsa hlutina upp á nýtt - sérstaklega ef aðilar vinni saman. Standa verði vörð um velferðarkerfið og varast vanhugsuð viðbrögð sem grafi undan því.

Þá lagði Ólafur Darri á það ríka áherslu að rammafjárlög til þriggja ára verði innleidd en með því viti allir að hverju þeir gangi, ráðuneyti, forstöðumenn og starfsmenn. Rammar þurfi að liggja fyrir strax í sumar varðandi rekstur ársins 2011 og kalla þurfi jafnframt eftir bráðabirgðarekstraráætlunum á sama tíma sem megi endurskoða samhliða fjárlagagerðinni. Ef rammarnir og fjárheimildir liggi fyrir þá sé hægt að leggja fram vandaðar rekstraráætlanir í kjölfarið og hafa skýrar leikreglur um millifærslu fjárheimilda stofnana milli ára. Á þeim þurfi þó  að vera góðar skýringar og ef stjórnendur standi ekki við rekstraráætlanir og geti ekki gefið á því haldgóðar skýringar verði þeir að víkja.

Frosti Ólafsson lauk umræðunum með þeim orðum að óumflýjanlegt sé að skera niður í ríkisrekstrinum og því fyrr sem það verði gert því betra. Sársaukafull aðlögun hafi þegar átt sér stað í einkageiranum þar sem þúsundir starfa hafi tapast. Að því muni koma ef ekkert verður að gert að einkageirinn standi ekki undir þeirri opinberu þjónustu sem ríkið veitir. Gríðarlega mikilvægt sé því að þær aðgerðir sem ráðist verði í á næstunni muni stuðla að fjárfestingum og langtímahagvexti með bættum lífskjörum.

Morgunverðarfundurinn var haldinn í framhaldi af ráðstefnunni Er að marka fjárlög"https://cdn.nfp.is/sa/gamaltefni/bjorn472019240.pdf" title="---, 292 KB">Glærur Björns Rúnars Guðmundssonar (PDF)

Glærur Frosta Ólafssonar (PDF)

Glærur Sjafnar Sigurgísladóttur (PDF)

Umfjöllun fjölmiðla:

Hlusta á frétt Bylgjunnar

Frétt Stöðvar 2

Frétt mbl Sjónvarps

Frétt mbl.is

Frétt vb.is

Tengt efni:

Skýrsla fjármálaráðherrarra um áætlun um jöfnuð í ríkisfjármálum 2009-2013

Samtök atvinnulífsins