Vinnumarkaður - 

27. október 2008

Alcao Fjarðaál fær jafnréttisviðurkenningu Jafnréttisráðs

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Alcao Fjarðaál fær jafnréttisviðurkenningu Jafnréttisráðs

Alcoa Fjarðaál hlýtur viðurkenningu Jafnréttisráðs árið 2008 fyrir störf sín á sviði jafnréttismála. Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, afhenti verðlaunin. Í ávarpi sem hún flutti við það tækifæri sagði hún meðal annars að stefna Alcoa um að ráða að jöfnu konur og karla til starfa í fyrirtækinu hefði verið áberandi frá upphafi í starfsemi þess. Árangurinn væri sá að 28% af 450 starfsmönnum væru konur, 34% í framleiðslustörfum og 27% í framkvæmdastjórn. "Þetta er besti árangur í jafnréttismálum sem náðst hefur innan Alcoa samsteypunnar og líkur á að um heimsmet í áliðnaðinum sé að ræða," sagði Jóhanna.

Alcoa Fjarðaál hlýtur viðurkenningu Jafnréttisráðs árið 2008 fyrir störf sín á sviði jafnréttismála. Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, afhenti verðlaunin. Í ávarpi sem hún flutti við það tækifæri sagði hún meðal annars að stefna Alcoa um að ráða að jöfnu konur og karla til starfa í fyrirtækinu hefði verið áberandi frá upphafi í starfsemi þess. Árangurinn væri sá að 28% af 450 starfsmönnum væru konur, 34% í framleiðslustörfum og 27% í framkvæmdastjórn. "Þetta er besti árangur í jafnréttismálum sem náðst hefur innan Alcoa samsteypunnar og líkur á að um heimsmet í áliðnaðinum sé að ræða," sagði Jóhanna.

Í greinargerð Jafnréttisráðs vegna viðurkenningarinnar segir að Alcoa Fjarðaál vinni eftir nýrri jafnréttisáætlun, sem taki mið af nýsamþykktum jafnréttislögum. Með henni fylgi metnaðarfull framkvæmdaáætlun sem leggi áherslu á áframhaldandi jöfnun kynjahlutfalls starfsmanna á öllum sviðum, áætlun um að tryggja launajafnrétti og samræmingu atvinnu og fjölskyldulífs. Athygli veki áætlanir um að hvetja og styrkja konur til iðnmenntunar og áhersla á að bæði kynin noti rétt sinn til fæðingarorlofs og veikindadaga barna.

Tómas Már Sigurðsson og Jóhanna Sigurðardóttir

Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa á Íslandi, tók við verðlaununum úr hendi ráðherra, postulínsstyttu eftir Guðrúnu Indriðadóttur sem ber heitið Snúum bökum saman.

Í ávarpi ráðherra beindi Jóhanna Sigurðardóttir sjónum að jafnréttislögunum og því meginmarkmiði þeirra að tryggja konur og karla gegn því að vera mismunað á grundvelli kynferðis. Hún sagði helstu réttindi laganna snúa að vinnumarkaðinum og felast í réttindum til launajafnréttis, til endurmenntunar, símenntunar og starfsþjálfunar á vinnustöðum og til starfa þannig að störfum sé ekki skipt í kvenna- og karlastörf. "Í stuttu máli þá eiga jafnréttislög að tryggja öllu launafólki, konum og körlum, jafnrétti hvar svo sem það starfar. Við vitum að víða hallar á konur og að það þarf markvissa stefnumótun og ötult starf til að ná árangri á sviðum þar sem við ævagamlar hefðir og rótgrónar venjur er að etja. Þess vegna fögnum við ávallt þegar árangur næst."

Ráðherra, formaður jafnréttisráðs og starfsfólk Alcoa

Félagsmálaráðherra, Hildur Jónsdóttir, formaður Jafnréttisráðs með stjórnendum Alcoa Fjarðaáls, jafnréttisnefnd og fleiri starfsmönnum fyrirtækisins sem viðstaddir voru afhendinguna.

Sjá einnig:

Ávarp Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra

Vefur Jafnréttisráðs

Vefur Alcoa á Íslandi

Jafnréttislögin á vef Alþingis

Samtök atvinnulífsins