Efnahagsmál - 

16. Júlí 2008

Ákvörðun um upptöku evru myndi breyta mörgu

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Ákvörðun um upptöku evru myndi breyta mörgu

Um leið og yrði tekin ákvörðun um að evran væri framtíðargjaldmiðill Íslendinga þá myndi margt breytast og sérstaklega væntingar um verðbólgu, þannig að það myndi tvímælalaust skipta máli til þess að laga ástandið. Þetta segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, í viðtali við fréttastofu Sjónvarps. Hann segir breytingarnar á undanförnum árum hafi verið mjög örar og að allir stjórnmálaflokkar þurfi að svara þörfum atvinnulífsins og vera tilbúnir til þess að leiða þær breytingar á starfsskilyrðum sem atvinnulífið þurfi á að halda til þess að það geti staðið undir samkeppnishæfum lífskjörum.

Um leið og yrði tekin ákvörðun um að evran væri framtíðargjaldmiðill Íslendinga þá myndi margt breytast og sérstaklega væntingar um verðbólgu, þannig að það myndi tvímælalaust skipta máli til þess að laga ástandið. Þetta segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, í viðtali við fréttastofu Sjónvarps. Hann segir breytingarnar á undanförnum árum hafi verið mjög örar og að allir stjórnmálaflokkar þurfi að svara þörfum atvinnulífsins og vera tilbúnir til þess að leiða þær breytingar á starfsskilyrðum sem atvinnulífið þurfi á að halda til þess að það geti staðið undir samkeppnishæfum lífskjörum.

Sjá nánar:

Frétt RÚV 15.7. 2008

Samtök atvinnulífsins