Efnahagsmál - 

02. Mars 2009

Ákvörðun Seðlabankans órökstudd og skaðleg

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Ákvörðun Seðlabankans órökstudd og skaðleg

Gjaldeyrishöft verða ekki afnumin næsta hálfa árið samkvæmt ákvörðun Seðlabanka Íslands. Samtök atvinnulífsins segja ákvörðunina skaðlega og brýnt að losað verði um höftin hið fyrsta. Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri SA, segir í samtali við Vísi að ákvörðunin sé á engan hátt rökstudd. Gjaldeyrishöftin séu ekki til neins gagns. Í tilkynningu frá Seðlabankanum segir að skilyrði til að afnema gjaldeyrishöft séu ekki til staðar og því verði þau ekki afnumin að sinni. Samkvæmt reglum um gjaldeyrismál átti að endurskoða þær fyrir 1. mars og á næsta endurskoðun að fara fram eigi síðar en 1. september.

Gjaldeyrishöft verða ekki afnumin næsta hálfa árið samkvæmt ákvörðun Seðlabanka Íslands. Samtök atvinnulífsins segja ákvörðunina skaðlega og brýnt að losað verði um höftin hið fyrsta. Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri SA, segir í samtali við Vísi að ákvörðunin sé á engan hátt rökstudd. Gjaldeyrishöftin séu ekki til neins gagns.

Í tilkynningu frá Seðlabankanum segir að skilyrði til að afnema gjaldeyrishöft séu ekki til staðar og því verði þau ekki afnumin að sinni. Samkvæmt reglum um gjaldeyrismál átti að endurskoða þær fyrir 1. mars og á næsta endurskoðun að fara fram eigi síðar en 1. september.

Í samtali við Vísi segir Hannes: "Almennt höfum við hjá Samtökum atvinnulífsins verið andsnúnir þessum gjaldeyrishömlum og höfðum vonast til þess að losað yrði um þær."

Sjá nánar:

Frétt Vísis

Samtök atvinnulífsins