Efnahagsmál - 

27. Janúar 2010

Ákvörðun Seðlabankans hænufet í rétta átt

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Ákvörðun Seðlabankans hænufet í rétta átt

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir í samtali við Vísi ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans að lækka stýrivexti um 0,5 prósentur vera hænufet í rétta átt en breyti ekki miklu varðandi fjármagnskostnað og möguleika lítilla og meðalstórra fyrirtækja til uppbyggingar. Með ákvörðun peningastefnunefndar bankans lækkuðu stýrivextir úr 10% í 9,5%. Vilhjálmur segist hafa viljað sjá meiri lækkun. Ekki séu nein rök fyrir því að halda vöxtum svona háum. "Þetta er afar lítið skref. Ég hefði viljað smá meiri dirfsku því það skiptir mjög miklu máli að koma fjárfestingum í atvinnulífinu í gang. Þetta verður ekki til þess," segir Vilhjálmur á vef Vísis.

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir í samtali við Vísi ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans að lækka stýrivexti um 0,5 prósentur vera hænufet í rétta átt en breyti ekki miklu varðandi fjármagnskostnað og möguleika lítilla og meðalstórra fyrirtækja til uppbyggingar. Með ákvörðun peningastefnunefndar bankans lækkuðu stýrivextir úr 10% í 9,5%. Vilhjálmur segist hafa viljað sjá meiri lækkun. Ekki séu nein rök fyrir því að halda vöxtum svona háum.

"Þetta er afar lítið skref. Ég hefði viljað smá meiri dirfsku því það skiptir mjög miklu máli að koma fjárfestingum í atvinnulífinu í gang. Þetta verður ekki til þess," segir Vilhjálmur á vef Vísis.

Einnig var rætt við Vilhjálm í hádegisfréttum RÚV. Þar lagði hann mikla áherslu á að frekari lækkun vaxta væri nauðsynleg fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki svo þau geti tekið að fjárfesta á nýjan leik. "Það þarf verulega vaxtalækkun til þess að fyrirtæki fari almennt að hreyfa sig og fjárfesta og þá er ég að tala um þessi litlu og meðalstóru fyrirtæki, ekki þessi stóru verkefni, því að við þurfum þessar fjárfestingar frá fyrirtækjunum, sérstaklega í útflutningsgreinum, til þess að byggja upp ný störf og ná til baka okkar lífskjörum."

Sjá nánar frétt Vísis

Hlusta á frétt RÚV kl. 12:20 

Horfa á frétt RÚV kl. 19:00 

Sjá einnig:

Umfjöllun SA um tilefni til verulegrar lækkunar vaxta S.Í.

Samtök atvinnulífsins