Áhyggjur af samkeppnishæfni Evrópu

UNICE, Evrópusamtök atvinnulífsins, lýsa áhyggjum af samkeppnishæfni Evrópu. Í nýrri skýrslu til forseta ráðherraráðs Evrópusambandsins minna samtökin á svonefnd Lissabon-markmið ESB frá árinu 2000, þar sem mörkuð var sú stefna að ESB yrði samkeppnishæfasta hagkerfi veraldar árið 2010. UNICE kalla eftir aðgerðum í því sambandi og benda m.a. á að hagvöxtur sé lítill í álfunni, fjárfestingar litlar og launakostnaður alltof hár. Jafnframt er bent á mun meiri hagvöxt í Bandaríkjunum. Lækka þarf kostnað og skattbyrði evrópskra fyrirtækja og draga úr opinberri reglubyrði, að því er fram kemur í skýrslu UNICE, þar sem gerðar eru ýmsar tillögur til úrbóta.

Sjá skýrslu UNICE (pdf-snið).

UNICE eru Evrópusamtök 34 atvinnu- og iðnrekendasamtaka í 27 Evrópuríkjum. Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins eru meðal aðila að UNICE.