Vinnumarkaður - 

07. September 2005

Áhugi á ráðningum eldra fólks engin nýjung

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Áhugi á ráðningum eldra fólks engin nýjung

Að undanförnu hafa sést fleiri auglýsingar eftir eldra starfsfólki en áður. SVÞ-Samtök verslunar og þjónustu hafa kannað ástæður þessa meðal stjórnenda tíu stórra fyrirtækja á sviði verslunar og þjónustu. Stjórnendur fyrirtækjanna sem haft var samband við sögðu það ekki vera neina nýja stefnu að leggja áherslu á ráðningu eldra starfsfólks enda hefðu menn löngu áttað sig á því að minni líkur eru til að þeir hætti eftir stuttan starfstíma heldur en þeir sem yngri eru. "Ástæðan fyrir því að nú er auglýst meira eftir eldri starfsmönnum er frekar sú, að þessir einstaklingar hafa e.t.v. ekki áttað sig á því að þeirra starfskrafta væri óskað til jafns á við alla aðra góða starfsmenn," segir í fréttapósti SVÞ.

Að undanförnu hafa sést fleiri auglýsingar eftir eldra starfsfólki en áður. SVÞ-Samtök verslunar og þjónustu hafa kannað ástæður þessa meðal stjórnenda tíu stórra fyrirtækja á sviði verslunar og þjónustu. Stjórnendur fyrirtækjanna sem haft var samband við sögðu það ekki vera neina nýja stefnu að leggja áherslu á ráðningu eldra starfsfólks enda hefðu menn löngu áttað sig á því að minni líkur eru til að þeir hætti eftir stuttan starfstíma heldur en þeir sem yngri eru. "Ástæðan fyrir því að nú er auglýst meira eftir eldri starfsmönnum er frekar sú, að þessir einstaklingar hafa e.t.v. ekki áttað sig á því að þeirra starfskrafta væri óskað til jafns á við alla aðra góða starfsmenn," segir í fréttapósti SVÞ.

Í samræmi við könnun SA

Þetta eru heldur engin ný sannindi fyrir Samtök atvinnulífsins. Í könnun sem SA gerðu meðal aðildarfyrirtækja í júní 2004 kom fram að starfsfólk á aldrinum 50 ára og eldra er mun sjaldnar frá vegna veikinda en sér yngra fólk, vinnur kannski ívið hægar en yngra fólkið en er mun jákvæðara í garð vinnunnar. Þetta voru mjög skýrar niðurstöður könnunar SA meðal aðildarfyrirtækja, en spurningarnar voru samdar í samráði við nefnd á vegum félagsmálaráðuneytisins.


 

Samtök atvinnulífsins