Menntamál - 

13. Febrúar 2015

Áhugaverðar menntastofur samtaka í atvinnulífinu

Menntun í fyrirtækjum

Menntun í fyrirtækjum

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Áhugaverðar menntastofur samtaka í atvinnulífinu

Menntadagur atvinnulífsins 2015 verður haldinn fimmtudaginn 19. febrúar á Hilton Reykjavík Nordica. Þar munu samtök í atvinnulífinu m.a. opna fjölbreyttar menntastofur með áhugaverðri dagskrá. Samtökin kynna áherslur sínar í menntamálum og svara fyrirspurnum. Mikill áhugi er á ráðstefnunni og því vissara að skrá sig sem fyrst til að tryggja sér sæti. Allir eru velkomnir og er ekkert þátttökugjald. Athugið þó að fjöldi sæta í menntastofurnar er takmarkaður en nauðsynlegt er að skrá þátttöku á vef SA.

Menntadagur atvinnulífsins 2015 verður haldinn fimmtudaginn 19. febrúar á Hilton Reykjavík Nordica. Þar munu  samtök í atvinnulífinu m.a. opna fjölbreyttar menntastofur með áhugaverðri dagskrá. Samtökin kynna áherslur sínar í menntamálum og svara fyrirspurnum. Mikill áhugi er á ráðstefnunni og því vissara að skrá sig sem fyrst til að tryggja sér sæti. Allir eru velkomnir og er ekkert þátttökugjald. Athugið þó að fjöldi sæta í menntastofurnar er takmarkaður en nauðsynlegt er að skrá þátttöku á vef SA.

Menntadagur atvinnulífsins er samstarfsverkefni SAF, SFF, SFS, Samorku, SI, SVÞ og SA. Kl. 12.30-13.45 verður boðið upp á eftirfarandi málstofur en kl. 14 hefst sameiginleg dagskrá sem stendur til kl. 16.30.

Menntastofa SAF: Framtíð mennta- og fræðslumála í ferðaþjónustu - Hvar liggja tækifærin? 

Menntunarþörf í ferðaþjónustu framtíðarinnar
Guðfinna Sesselja Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri

Það helsta á döfinni í fræðslumálum SAF                     
María Guðmundsdóttir, fræðslustjóri SAF

Raddir félagsmanna SAF – litið til framtíðar

Afþreying:  Margrét Jónsdóttir, Íslenskir fjallaleiðsögumenn
Bílaleigur:  Geir Kr. Aðalsteinsson, Bílaleigan Höldur
Ferðaskrifstofur: Linda Ósk Þorleifsdóttir, Nordic Visitor
Gisting: Eva Silvernail, Centerhotels
Hópbifreiðar:  Elín Hlíf Helgadóttir, Iceland Excursions
Veitingastaðir: Þráinn Lárusson, Hótel Hallormsstaður
Flugfélög:  Ingigerður Þórðardóttir, Flugfélag Íslands

Menntastofustjóri er Elín Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Isavia.

Menntastofa SFF: Vottun fjármálaráðgjafa og tryggingastarfsmanna - hver er ávinningurinn ?  

Málstofan er eingöngu opin starfsfólki aðildarfyrirtækja SFF.

Menntastofa SFS: Áskoranir sem sjávarútvegurinn stendur frammi fyrir í menntamálum

Vinna við mótun menntastefnu hófst í kjölfar stofnunar SFS síðastliðið haust og vilja samtökin  vinna hana í víðtæku samráði við þá sem hagsmuna hafa að gæta.  Á undanförnum vikum hefur verið rætt við aðila í menntakerfinu sem tengjast sjávarútvegi og stunda rannsóknir í greininni.

Næsta skref er að heyra sjónarmið þeirra sem starfa í sjávarútvegi og er vinnustofan mikilvægur áfangi í þeim efnum. Þarfir sjávarútvegsins í menntamálum verða ræddar og því skiptir miklu máli að sem flestir fulltrúar greinarinnar sjái sér fært að mæta og taka þátt.

Í menntastofunni verða ræddar spurningar á borð við:

Hver er virðiskeðja menntunar í sjávarútvegi?
Hvernig nýtist menntakerfið sjávarútveginum í dag?
Hvernig mun menntunarþörf greinarinnar þróast á næstu árum?
Hvaða tækifæri eru til staðar með aukinni samvinnu sjávarútvegs og menntakerfis?

Í kjölfar menntastofunnar verður hafin vinna við að leiða saman sjónarmið menntakerfisins og greinarinnar sjálfar og leggja lokahönd á menntastefnu SFS til framtíðar.

Menntastofa SI:  Hvernig kveikjum við áhuga fleiri nemenda? Getum við leitað á ný mið og jafnað kynjahlutfall? Er jafnara kynjahlutfall leiðin?

Ávarp Guðrúnar Hafsteinsdóttur formanns SI.

Paula Lejonkula fer fyrir þróun þekkingar hjá Sænska byggingaiðnaðnum (BI). Paula segir frá verkefni BI um að fjölga iðnnemum í byggingagreinum með því að laða að fleiri stúlkur. Fyrirlestur Paulu fer fram á ensku.

Birna Bragadóttir starfsþróunarstjóri hjá Orkuveitunni  segir frá reynslu Orkuveitunnar af því að leggja áherslu á jöfn kynjahlutföll þegar auglýst er eftir nemum á samning.

Fyrirtæki í iðnaði

Þrjú fyrirtæki svara spurningunni hvort og þá hvernig það gæti verið tækifæri fyrir þau að fá fleiri af hinu kyninu sem leið til að fjölga nemendum sem velja iðn- verk- og tæknimenntun.

Menntastofustjóri er Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri SI

Menntastofa SVÞ: Áherslur í mennta- og fræðslumálum

Margrét Sanders, formaður SVÞ opnar menntastofuna

Lísbet Einarsdóttir, forstöðumaður fræðslumála SVÞ, lítur yfir farinn veg.

Umræður um áherslur SVÞ í fræðslu- og menntamálum. 

Málstofan er eingöngu opin starfsfólki aðildarfyrirtækja SVÞ.

 

undefined

Á menntadegi atvinnulífsins verður menntun og fræðsla sem nýtist öllu atvinnulífinu í kastljósinu en að þessu sinni verður fjallað um deigluna í menntakerfinu, breytingar á starfsnámi, framlag fyrirtækja til menntamála og ávinning af menntun. Þá verða menntaverðlaun atvinnulífsins 2015 afhent. Hægt er að skrá þátttöku hér að neðan. 

SKRÁNING:

 

Umsóknarferli er lokið.

 

 

Samtök atvinnulífsins