Efnahagsmál - 

07. apríl 2005

Áhrif vaxtalækkana á kaupmátt vanmetin

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Áhrif vaxtalækkana á kaupmátt vanmetin

Í júní 2004 varð kerfisbreyting á útlánum Íbúðalánasjóðs en þá voru tekin upp peningalán í stað þess að lántakendur fengju í hendur húsbréf. Í kjölfarið breytti Hagstofa Íslands vöxtum í útreikningi á húsnæðislið vísitölu neysluverðs þannig að vextir íbúðalána lækkuðu úr 5,1% í 4,7%. Sú breyting lækkaði vísitöluna um 0,17% á þeim tíma. Síðan hafa vextir þeir sem íbúðakaupendum standa til boða lækkað umtalsvert og eru nú 4,15%. Áhrif þeirra lækkana eru aðeins að hluta komin fram, eða sem nemur 0,12%, þar sem vísitanan byggir á fimm ára meðaltali vaxta. Lækkun vaxta úr 5,1% í 4,15% myndi lækka vísitöluna um 0,59% ef breytingin kæmi fram samstundis og er því helmingur áhrifa vaxtalækkunarinnar kominn fram í vísitölunni.

Í júní 2004 varð kerfisbreyting á útlánum Íbúðalánasjóðs en þá voru tekin upp peningalán í stað þess að lántakendur fengju í hendur húsbréf. Í kjölfarið breytti Hagstofa Íslands vöxtum í útreikningi á húsnæðislið vísitölu neysluverðs þannig að vextir íbúðalána lækkuðu úr 5,1% í 4,7%. Sú breyting lækkaði vísitöluna um 0,17% á þeim tíma. Síðan hafa vextir þeir sem íbúðakaupendum standa til boða lækkað umtalsvert og eru nú 4,15%. Áhrif þeirra lækkana eru aðeins að hluta komin fram, eða sem nemur 0,12%, þar sem vísitanan byggir á fimm ára meðaltali vaxta. Lækkun vaxta úr 5,1% í 4,15% myndi lækka vísitöluna um 0,59% ef breytingin kæmi fram samstundis og er því helmingur áhrifa vaxtalækkunarinnar kominn fram í vísitölunni.

Í vísitölu neysluverðs er vaxtakostnaður vegna húsnæðis reiknaður sem fimm ára meðaltal.  Útjöfnun vaxta á svo langan tíma hefur þann augljósa tilgang að koma í veg fyrir illskiljanlegar sveiflur í verðbólgu sem eiga sér rætur í aðstæðum á fjármálamarkaði. Þau rök eru góð og gild þótt útjöfnun á styttri tíma hefði líklega náð sama tilgangi.

Áhrif vaxtalækkana á húsnæðislánum á kaupmátt fólks eru að sjálfsögðu mismunandi eftir skuldum þess og tekjum. Sé dæmi tekið af hjónum með 350 þús. kr. ráðstöfunartekjur á mánuði og 10 m.kr. íbúðaskuld þá hefur lækkun vaxtanna úr 5,1% í 4,15% þau áhrif að mánaðarleg greiðslubyrði lækkar um rúmar 5 þús. kr. en það samsvarar 1,5% varanlegri kaupmáttaraukningu.

Samtök atvinnulífsins