Efnahagsmál - 

18. Apríl 2002

Áhrif gildistöku evrunnar á finnsk fyrirtæki

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Áhrif gildistöku evrunnar á finnsk fyrirtæki

Svenskt Näringsliv, samtök atvinnulífsins í Svíþjóð, hafa unnið skýrslu um gildistöku evrunnar í Finnlandi og áhrif hennar á finnsk fyrirtæki, til skamms tíma litið. Skýrslan er m.a. byggð á könnun meðal rúmlega 200 finnskra fyrirtækja. Meðal helstu niðurstaðna er að gildistaka evrunnar hafi ekki leitt til verðhækkana. 93% fyrirtækjanna hækkuðu engin verð við upptöku evrunnar, 4% hækkuðu verð og 2% lækkuðu þau.

Svenskt Näringsliv, samtök atvinnulífsins í Svíþjóð, hafa unnið skýrslu um gildistöku evrunnar í Finnlandi og áhrif hennar á finnsk fyrirtæki, til skamms tíma litið. Skýrslan er m.a. byggð á könnun meðal rúmlega 200 finnskra fyrirtækja. Meðal helstu niðurstaðna er að gildistaka evrunnar hafi ekki leitt til verðhækkana. 93% fyrirtækjanna hækkuðu engin verð við upptöku evrunnar, 4% hækkuðu verð og 2% lækkuðu þau.

Þá hafði myntbreytingin í för með sér talsverða fjárfestingu í uppfærslu hugbúnaðar og upplýsingakerfa margra fyrirtækja. 40% fyrirtækjanna uppfærðu aðra og óskylda þætti upplýsingakerfa sinna við sama tækifæri. Að sögn skýrsluhöfunda vega þó kostir upptöku evrunnar mun þyngra en kostnaður við uppfærslu hugbúnaðar, og nefna þeir m.a. lægri viðskiptakostnað og minni gengisáhætti í viðskiptum í því sambandi.

Með skýrslunni vilja samtökin leggja sitt af mörkum til að auðvelda upptöku evrunnar í Svíþjóð, safna lærdómi af reynslu annarra.

Sjá skýrsluna á heimasíðu Svenskt Näringsliv (pdf-skjal, 1,3 MB).

 

Samtök atvinnulífsins