Áhrif Evrópusamrunans á smærri ríki Evrópu

Alþjóðamálastofnun HÍ og Samtök iðnaðarins efna til málstofu um ,,Áhrif Evrópusamrunans á smærri ríki Evrópu“ miðvikudaginn 20. október í Norræna húsinu frá kl. 8:30 til 10:00. Málstofan er haldin í tilefni af útkomu skýrslu um áhrif EES og ESB aðildar á smærri ríki Evrópu. Sjá nánar á vef SI.