Fréttir - 

25. júní 2002

Áherslan á aukna samkeppnishæfni ESB

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Áherslan á aukna samkeppnishæfni ESB

Samtök iðnaðarins í Danmörku (Dansk Industri) hafa gefið út bækling með áhersluatriðum sínum fyrir formennskutíð Danmerkur í ráðherraráði ESB, en Danir fara þar með formennsku síðari helming ársins 2002. Megináherslan er lögð á mikilvægi þess að dönsk stjórnvöld stuðli að því að ESB nái þeim markmiðum sínum sem kennd hafa verið við leiðtogafund sambandsins í Lissabon árið 2000, einkum því markmiði að árið 2010 verði ESB orðið að samkeppnishæfasta hagkerfi veraldar. Forsenda þess eru samkeppnishæf starfsskilyrði sem stuðla að hagvexti og velferð. Þá telja samtökin brýnt að dönsk stjórnvöld leggi í formennskutíð sinni grunninn að stækkun ESB til austurs árið 2004.

Samtök iðnaðarins í Danmörku (Dansk Industri) hafa gefið út bækling með áhersluatriðum sínum fyrir formennskutíð Danmerkur í ráðherraráði ESB, en Danir fara þar með formennsku síðari helming ársins 2002. Megináherslan er lögð á mikilvægi þess að dönsk stjórnvöld stuðli að því að ESB nái þeim markmiðum sínum sem kennd hafa verið við leiðtogafund sambandsins í Lissabon árið 2000, einkum því markmiði að árið 2010 verði ESB orðið að samkeppnishæfasta hagkerfi veraldar. Forsenda þess eru samkeppnishæf starfsskilyrði sem stuðla að hagvexti og velferð. Þá telja samtökin brýnt að dönsk stjórnvöld leggi í formennskutíð sinni grunninn að stækkun ESB til austurs árið 2004.

Lissabon-markmiðin í brennidepli
Megináherslan er sem fyrr segir lögð á að hraðað verði vinnu að svonefndum "Lissabon-markmiðum" ESB. Til þess að ESB eigi að geta orðið samkeppnishæfasta hagkerfi veraldar árið 2010 segja samtök iðnaðarins í Danmörku m.a. að


- auka verði sveigjanleika á vinnumarkaði og einfalda félagslegt regluumhverfi fyrirtækja,


- bæta gagnkvæmar viðurkenningar á prófgráðum og öðrum réttindum,


- efla rannsóknir og þróun,


- leggja til hliðar hugmyndir um samræmdan lágmarkstekjuskatt á fyrirtæki,


- taka upp samevrópska einkaleyfaskráningu á einu tungumáli - ensku,


- lækka styrki til landbúnaðar og


- efla samkeppni á orkumarkaði.

Bæklinginn Dynamik og vækst i Europa má nálgast á heimasíðu Dansk Industri.

Samtök atvinnulífsins