Efnahagsmál - 

30. júní 2006

Áhersla á þátt Íbúðalánasjóðs

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Áhersla á þátt Íbúðalánasjóðs

Lækkun verðbólgu verður að hafa forgang. Það eru meginskilaboð Vilhjálms Egilssonar, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, í opnuviðtalið í Viðskiptablaðinu þar sem fjallað er um nýgerða samninga á vinnumarkaði, aðgerðir ríkisstjórnarinnar, baráttuna gegn verðbólgunni o.fl. Vilhjálmur segir m.a. að það sé ekkert nema gott um það að segja að ríkisstjórnin hafi ákveðið að fresta framkvæmdum eins og hægt sé. Engu að síður séu mál Íbúðalánasjóðs langstærsti þátturinn sem snúi að ríkinu og verðbólgunni. "Íbúðalánasjóður hefur leikið algjörlega lausum hala en það þarf auðvitað að nota Íbúðalánasjóð eins og hagstjórnartæki," segir Vilhjálmur. "Það getur ekki gengið að Seðlabankinn sé að þrýsta á bankana til að þeir dragi úr sínum íbúðalánum og síðan flytjist bara allt yfir á Íbúðalánasjóð. Ef Íbúðalánasjóður virkaði sem hagstjórnartæki væri hann ekki með lægstu vextina, hæsta lánshlutfallið og leiðandi á markaðinum. Það er alveg lágmark að Íbúðalánasjóður fylgi, stórt séð, öðrum markaðsaðilum, að hann sé ekki leiðandi og skrefi á undan heldur elti frekar," segir Vilhjálmur.

Lækkun verðbólgu verður að hafa forgang. Það eru meginskilaboð Vilhjálms Egilssonar, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, í opnuviðtalið í Viðskiptablaðinu þar sem fjallað er um nýgerða samninga á vinnumarkaði, aðgerðir ríkisstjórnarinnar, baráttuna gegn verðbólgunni o.fl. Vilhjálmur segir m.a. að það sé ekkert nema gott um það að segja að ríkisstjórnin hafi ákveðið að fresta framkvæmdum eins og hægt sé. Engu að síður séu mál Íbúðalánasjóðs langstærsti þátturinn sem snúi að ríkinu og verðbólgunni. "Íbúðalánasjóður hefur leikið algjörlega lausum hala en það þarf auðvitað að nota Íbúðalánasjóð eins og hagstjórnartæki," segir Vilhjálmur. "Það getur ekki gengið að Seðlabankinn sé að þrýsta á bankana til að þeir dragi úr sínum íbúðalánum og síðan flytjist bara allt yfir á Íbúðalánasjóð. Ef Íbúðalánasjóður virkaði sem hagstjórnartæki væri hann ekki með lægstu vextina, hæsta lánshlutfallið og leiðandi á markaðinum. Það er alveg lágmark að Íbúðalánasjóður fylgi, stórt séð, öðrum markaðsaðilum, að hann sé ekki leiðandi og skrefi á undan heldur elti frekar," segir Vilhjálmur.

Þurfum nógu harða lendingu

Í viðtalinu segir Vilhjálmur jafnframt m.a. að tryggja verði að lendingin í hagkerfinu verið nógu hörð til að verðbólgan brotni. "Ég vil númer eitt, tvö og þrjú fá verðbólguna út því verðstöðugleiki er algjör forsenda fyrir því að efnahagslífið á Íslandi blómstri. Allt annað verður að bíða, lækkun verðbólgunnar verður að hafa forgang umfram annað."

Samtök atvinnulífsins