Efnahagsmál - 

18. janúar 2008

Áhersla á lengri samninga

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Áhersla á lengri samninga

Í þeim kjaraviðræðum sem nú standa yfir hafa Samtök atvinnulífsins lagt áherslu á gerð fjögurra ára samnings. "Þetta væru í rauninni tveir samhangandi tveggja ára samningar. Samningurinn gæti þá losnað eftir tvö ár ef menn vildu svo, en framlengdist að öðrum kosti um tvö ár," segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA í Morgunblaðinu í dag. Í samningnum fælist útfærsla á launaþróunartryggingu á eins árs fresti. SA hefur fundað með iðnaðar- og verslunarmönnum og kynnt þeim þessa tillögu. SA funda í dag með fulltrúum Starfsgreinasambandsins (SGS) og Flóafélögunum hjá ríkissáttasemjara.

Í þeim kjaraviðræðum sem nú standa yfir hafa Samtök atvinnulífsins lagt áherslu á gerð fjögurra ára samnings. "Þetta væru í rauninni tveir samhangandi tveggja ára samningar. Samningurinn gæti þá losnað eftir tvö ár ef menn vildu svo, en framlengdist að öðrum kosti um tvö ár," segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA í Morgunblaðinu í dag. Í samningnum fælist útfærsla á launaþróunartryggingu á eins árs fresti. SA hefur fundað með iðnaðar- og verslunarmönnum og kynnt þeim þessa tillögu. SA funda í dag með fulltrúum Starfsgreinasambandsins (SGS) og Flóafélögunum hjá ríkissáttasemjara.

Í samtali við Morgunblaðið segir Vilhjálmur SA enn á þeirri skoðun að ekki sé heillavænlegt að fara út í stutta samninga eins og SGS hafi hingað til viljað. "Lengri samningar leggja grunn að stöðugleika og minni verðbólgu fram í tímann en stuttir velta boltanum bara áfram yfir á opinbera starfsmenn og útkomu úr þeirra samningum."

Samtök atvinnulífsins