Vinnumarkaður - 

07. nóvember 2005

Áhersla á hagnýta menntun fyrir atvinnulífið

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Áhersla á hagnýta menntun fyrir atvinnulífið

Starfsmenntaverðlaunin árið 2005 voru afhent þann 4. nóvember, en þau hlutu að þessu sinni Landsvirkjun, stéttarfélagið Efling og Ingibjörg Hafstað. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti verðlaunin en það eru Mennt og Starfsmenntaráð sem standa fyrir afhendingu þeirra. Starfsmenntaverðlaunin eru veitt þeim sem þykja vinna framúrskarandi starf í starfsmenntun, hvort sem um er að ræða skóla, samtök, frumkvöðla eða fyrirtæki sem sinna vel fræðslumálum starfsmanna sinna.

Starfsmenntaverðlaunin árið 2005 voru afhent þann 4. nóvember, en þau hlutu að þessu sinni Landsvirkjun, stéttarfélagið Efling og Ingibjörg Hafstað. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti verðlaunin en það eru Mennt og Starfsmenntaráð sem standa fyrir afhendingu þeirra. Starfsmenntaverðlaunin eru veitt þeim sem þykja vinna framúrskarandi starf í starfsmenntun, hvort sem um er að ræða skóla, samtök, frumkvöðla eða fyrirtæki sem sinna vel fræðslumálum starfsmanna sinna.

Landsvirkjun fékk verðlaunin fyrir uppbyggingu á fræðslustarfi fyrirtækisins, Efling fyrir metnaðarfullar lausnir til að svara menntunarþörf félagsmanna sinna og veita öllum tækifæri til náms, og Ingibjörg Hafstað fyrir frumkvöðlastarf - uppbyggingu á starfstengdu íslenskunámi fyrir útlendinga. Sjá vef Menntar.

Samtök atvinnulífsins