Efnahagsmál - 

05. október 2003

Áhersla á aðhald hins opinbera

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Áhersla á aðhald hins opinbera

Í ályktun aðalfundar Samtaka fiskvinnslustöðva er m.a. fjallað um misjafna rekstrarstöðu vinnslugreina í sjávarútvegi, hafnagjöld, hvalveiðar og hvernig gengishækkun krónunnar hefur leitt til minnkandi framlegðar fyrirtækja.

Í ályktun aðalfundar Samtaka fiskvinnslustöðva er m.a. fjallað um misjafna rekstrarstöðu vinnslugreina í sjávarútvegi, hafnagjöld, hvalveiðar og hvernig gengishækkun krónunnar hefur leitt til minnkandi framlegðar fyrirtækja.


Áhersla á aðhald hins opinbera
Aðalfundurinn fagnar þeirri ákvörðun ríkisstjómarinnar sem birtist í tæplega sjö milljaðra króna tekjuafgangi ríkissjóðs í fjárlagafrumvarpi fyrir 2004. Miklu skiptir að ríki og sveitarfélög haldi að sér höndum í framkvæmdum og gæti ítrasta aðhalds í rekstri á fyrirsjánlegum þenslutímum. Varðveita verður stöðugleikann í íslensku efnahagslífi og þar skiptir miklu að aðhaldasemi sé gætt í opinberum útgjöldum. Við þessar aðstæður og í ljósi sterkrar stöðu krónunnar skiptir gríðarlegu máli fyrir útflutningsgreinar að verðbólga og vaxtakostnaður hér á landi verði alls ekki meiri en í okkar helstu viðskipta- og markaðslöndum. Gengishækkun íslensku krónunnar á undanförnum misserum hefur þegar leitt til lakari samkeppnisstöðu íslenskra útflutningsfyrirtækja á erlendum mörkuðum.

Aðalfundurinn mótmælir öllum hugmyndum stjórnvalda sem miða að því að raska stöðugleika við úthlutun aflaheimilda.


Sjá ályktun fundarins í heild á vef Samtaka fiskvinnslustöðva.

Samtök atvinnulífsins