Áhersla á aðgerðir gegn þenslu

Mikilvægt er að ákvörðun verði tekin nú þegar um aukin kaup á gjaldeyri og söluandvirði Símans nýtt til þess m.a. Einnig er brýnt að breyta strax reglum Íbúðalánasjóðs varðandi vexti og lánshlutföll. Slíkar aðgerðir munu draga úr þenslu. Þetta kemur fram í efnahagsályktun 66. aðalfundar LÍÚ. Aðalfundurinn samþykkti einnig ályktanir um greiðslumiðlun innan sjávarútvegsins, hvalveiðar, loðnurannsóknir, eftirlit vegna skipaskoðunar og ráðgefandi stjórn Fiskistofu. Sjá nánar á vef LÍÚ.