Efnahagsmál - 

18. Maí 2009

Ágreiningur banka og lífeyrissjóða fyrir dómstóla

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Ágreiningur banka og lífeyrissjóða fyrir dómstóla

Líklegt er að leysa þurfi úr ágreiningi skilanefnda bankanna og lífeyrissjóðanna vegna gjaldmiðlavarnarsamninga fyrir dómstólum. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins er hlynntur dómstólaleiðinni en tugir millarða eru í húfi.

Líklegt er að  leysa þurfi úr ágreiningi skilanefnda bankanna og lífeyrissjóðanna vegna gjaldmiðlavarnarsamninga fyrir dómstólum. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins er hlynntur dómstólaleiðinni en tugir millarða eru í húfi.

Í samtali við fréttastofu RÚV 17. maí segir Vilhjálmur Egilsson það vera að mörgu leyti æskilegt að fá niðurstöðu í málið fyrir dómstólum. Hvorki bankarnir né lífeyrissjóðirnir telji sig vera í stöðu til þess að gefa eftir.

Í frétt RÚV segir:

Lífeyrissjóðirnir gerðu gjaldmiðlavarnarsamninga til þess að draga úr sveiflum á erlendum eignum sjóðanna. Þegar bankarnir féllu voru þessir samningar 70 milljarða króna í mínus. Miðað við gengið í dag er talan 90 milljarðar. Lífeyrissjóðirnir vilja gera samningana upp miðað við fyrri töluna en skilanefndir bankanna höfnuðu því.

Sjá nánar:

Frétt á vef RÚV 17. maí 2009 

Smellið hér til að hlusta á fréttina

Samtök atvinnulífsins