Efnahagsmál - 

12. Janúar 2007

Aftur á bak eða áfram í skattamálum?

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Aftur á bak eða áfram í skattamálum?

"Íslenskt atvinnulíf bíður eftir því að heyra hvort halda eigi áfram eða aftur á bak í skattamálum. Framhaldið mun ráða miklu um það hvort lífskjör á Íslandi haldast áfram í fremstu röð eða hvort við sígum niður úr hópi fremstu þjóða heims." Þetta sagði Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, í erindi sem hann flutti á skattadegi Deloitte en þar kallaði hann eftir skýrum skilaboðum frá öllum stjórnmálaflokkum um það hvert þeir ætli að stefna í skattamálum atvinnulífsins. "Á að þróa áfram samkeppnishæft skattkerfi eða á að taka til baka það sem vel hefur tekist? Á að halda fjármagnstekjuskattinum í 10% og lækka tekjuskatt fyrirtækja enn frekar eða á að hækka hvort tveggja?"

"Íslenskt atvinnulíf bíður eftir því að heyra hvort halda eigi áfram eða aftur á bak í skattamálum. Framhaldið mun ráða miklu um það hvort lífskjör á Íslandi haldast áfram í fremstu röð eða hvort við sígum niður úr hópi fremstu þjóða heims." Þetta sagði Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, í erindi sem hann flutti á skattadegi Deloitte en þar kallaði hann eftir skýrum skilaboðum frá öllum stjórnmálaflokkum um það hvert þeir ætli að stefna í skattamálum atvinnulífsins. "Á að þróa áfram samkeppnishæft skattkerfi eða á að taka til baka það sem vel hefur tekist? Á að halda fjármagnstekjuskattinum í 10% og lækka tekjuskatt fyrirtækja enn frekar eða á að hækka hvort tveggja?"

Um efnahagslegan og pólitískan stöðugleika

Vilhjálmur kom víða við í erindi sínu og fjallaði um samkeppnishæfni íslensks skattkerfis út frá ótal þáttum og benti á það sem betur mætti fara. Í lokaorðum sínum fjallaði hann um framtíðarhorfur efnahagslegs og pólitísks stöðugleika í ljósi kosninga til Alþingis nú í maí. "Málið snýst ekki um hvort núverandi ríkisstjórn eða stjórnarflokkar haldi völdum eða haldi áfram heldur hvort sú umbótastefna í skattamálum sem hér hefur að mestu verið fylgt fái að halda áfram."

Sjá nánar:

Erindi Vihjálms Egilssonar (PDF-skjal).

Glærur Vilhjálms Egilssonar (PPT-skjal).

Samtök atvinnulífsins