Efnahagsmál - 

05. Júní 2009

Áfram rætt um stöðugleikasáttmála

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Áfram rætt um stöðugleikasáttmála

Samtök atvinnulífsins funduðu í morgun með ASÍ hjá ríkissáttasemjara ásamt samtökum atvinnurekenda og launafólks á opinberum vinnumarkaði. Þar var ákveðið að halda áfram að ræða gerð stöðugleikasáttmála. Reynt verður að skapa samstöðu um þær erfiðu ákvarðanir sem eru framundan og eyða óvissu um horfur í ríkisfjármálum og efnahagsmálum. Þar til niðurstaða þessara viðræðna verður ljós bíða viðræður um kjaramál.

Samtök atvinnulífsins funduðu í morgun með ASÍ hjá ríkissáttasemjara ásamt samtökum atvinnurekenda og launafólks á opinberum vinnumarkaði. Þar var ákveðið að halda áfram að ræða gerð stöðugleikasáttmála. Reynt verður að skapa samstöðu um þær erfiðu ákvarðanir sem eru framundan og eyða óvissu um horfur í ríkisfjármálum og efnahagsmálum. Þar til niðurstaða þessara viðræðna verður ljós bíða viðræður um kjaramál.

Eftir ákvörðun Seðlabanka Íslands í gær um að lækka stýrivexti í 12% kom skýrt fram af hálfu SA að kjarasamningar yrðu ekki framlengdir 1. júlí  því ekki væru forsendur fyrir því að hækka laun með svo háa vexti í landinu. Verulegar líkur voru því á að kjaraviðræður lognuðust út af og samningar yrðu lausir frá og með 1. júlí. Í hádegisfréttum RÚV í dag kom skýrt fram hjá Vilhjálmi Egilssyni, framkvæmdastjóra SA, að laun yrðu ekki hækkuð á meðan vextir væru þetta háir.

Komi til þess að SA ákveði að framlengja ekki kjarasamninga á grundvelli niðurstöðu þeirrar vinnu sem framundan er verður samningum sagt upp þann 30. júní.

Á fundinum í morgun kom skýrt fram að þau viðfangsefni sem við blasa, einkum í ríkisfjármálum, séu af slíkri stærðargráðu að þau verði aðeins leyst með samvinnu aðila á vinnumarkaði, ríkisstjórnar, stjórnarandstöðu og sveitarfélaga.

Til að hægt sé að taka ákvörðun um framhald kjarasamninga þurfa eftirfarandi mál að skýrast að mati SA:

  • Áform um endurreisn bankakerfisins verða að liggja fyrir.

  • Áherslur í ríkisfjármálum og áætlun til næstu þriggja ára um 150 milljarða króna niðurskurð verði ljósar.

  • Vextir lækki í 9% til að byrja með og vaxtamunur milli Íslands og evru-svæðis verði ekki meiri en 4% fyrir árslok 2011.

  • Setja þarf fram áætlun um afnám gjaldeyrishafta.

Samtök atvinnulífsins