Samkeppnishæfni - 

10. janúar 2014

Afnema verður vísitölutengingu skilagjalds einnota umbúða

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Afnema verður vísitölutengingu skilagjalds einnota umbúða

Umhverfisráðuneytið gaf út reglugerð þann 30. desember síðastliðinn þar sem skilagjald einnota umbúða er hækkað úr 14 kr. í 15 kr. (með virðisaukaskatti) fyrir hverja einingu. Hér er um að ræða 7,1% hækkun sem skilar sér beint í verði viðkomandi vöru. Áður hækkaði gjaldið úr 12 kr. í 14 kr. í október 2010.

Umhverfisráðuneytið gaf út reglugerð þann 30. desember síðastliðinn þar sem skilagjald einnota umbúða er hækkað úr 14 kr. í 15 kr. (með virðisaukaskatti) fyrir hverja einingu. Hér er um að ræða 7,1% hækkun sem skilar sér beint í verði viðkomandi vöru. Áður hækkaði gjaldið úr 12 kr. í 14 kr. í október 2010.

Í sömu reglugerð (nr. 1209/2013) var svokallað umsýslugjald hækkað. Frá því í október 2010 hefur umsýslugjaldið hækkað um 8% - 27% eftir tegund umbúða.

Á þessum sama tíma hefur vísitala neysluverðs hækkað um 14,7% þannig að skilagjaldið hefur ekki haldið í við vísitöluna en umsýslugjaldið hækkað töluvert umfram vísitöluhækkun fyrir flestar tegundir umbúða.

Æskilegt er að umhverfisráðuneytið afturkalli hækkun skilagjaldsins sem fyrst. Það er einnig í samræmi við vilja ríkisstjórnarinnar en í frétt forsætisráðuneytisins fyrr í dag segir:

 "Þá hefur fjármálaráðherra beint því til ráðherra í ríkisstjórn að þeir hafi eftirlit með því að stofnanir sem undir þá heyra, eða aðrir aðilar sem veita þjónustu sem áhrif hefur á vísitölu neysluverðs, skuli gæta ítrasta aðhalds og styðja við verðlagsforsendur kjarasamninga."

Vandinn er sá að í lögum um skilagjaldið er að finna ákvæði um að

"...skal ráðherra hækka hámarksfjárhæðina í samræmi við breytingar á vísitölu neysluverðs frá síðustu hækkun gjaldsins."

Hér er því að finna dæmi um vísitöluteningu opinberra gjalda sem fela í sér sjálfvirkar hækkanir. Nauðsynlegt er að þessi tenging verði afnumin sem fyrst.

Reyndar liggur fyrir Alþingi frumvarp þar sem gert er ráð fyrir að skilagjaldið verði að lágmarki 15 kr. fyrir hverja umbúðaeiningu. Lágmarksgjald verði því óbreytt frá því sem nú er. Tenging lágmarksgjaldsins við vísitölu er afnumin. Gert er ráð fyrir því að drykkjarvöru framleiðendur og innflytjendur taki að fullu ábyrgð á söfnun einnota umbúða og uppfylli skyldur sínar með eigin skilakerfi fyrir umbúðirnar eða með aðild að sameiginlegu kerfi fleiri framleiðenda og innflytjenda.

Að lokum er rétt að minna á að þótt vöruverð hækki vegna skilagjaldsins geta neytendur fengið skilagjaldið endurgreitt eins og allir vita. Skil einnota umbúða hér á landi hafa verið mjög góð og nálgast að 90% allra umbúða sé skilað til endurvinnslu

Samtök atvinnulífsins