Afnema á gjaldeyrishöft

Þór Sigfússon, formaður SA, telur að afnema eigi höft á gjaldeyrismarkaði þar sem núverandi fyrirkomulag færi okkur 30-40 ár aftur í tímann. Stjórnvöld lögðu til í gær að samráð yrði haft við aðila vinnumarkaðarins um endurskoðun nýrra reglna um gjaldeyrisviðskipti. Þór segir í morgunfréttum RÚV það mikilvægt en mistök hafi verið gerð sem verði að leiðrétta.

Þór segir erfitt að vinda ofan af þeim haftabúskap sem komið hafi verið á ef það verði ekki gert strax. Æskilegast sé að ný lög um gjaldeyrishöft verði afnumin og leitað verði annarra leiða til að ná fram þeim markmiðum sem menn hafa sett sér með minni takmörkunum.

Sjá nánar:

Frétt RÚV: Formaður SA: "Afnema á gjaldeyrishöft"