16. september 2022

Afhentu undirskriftir vegna „Hvað er planið?“

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Afhentu undirskriftir vegna „Hvað er planið?“

Herferðinni „Hvað er planið?“ sem samtökin Þroskahjálp hafa staðið fyrir að undanförnu lauk í dag með afhendingu undirskrifta sem söfnuðust í tengslum við herferðina.

Það voru fulltrúar Þroskahjálpar sem afhentu ráðherrum ríkisstjórnarinnar og fulltrúa Samtaka atvinnulífsins undirskriftirnar í móttöku síðdegis. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, tók við undirskriftunum fyrir hönd samtakanna.

Hvað er planið? er herferð Landssamtakanna Þroskahjálpar um tækifæri ungs fatlaðs fólks til menntunar og atvinnu. Herferðinni er ætlað að beina sjónum að skorti á tækifærum til fatlaðs fólks bæði hvað varðar aðgang að námi og framgangi í atvinnulífinu.

Sögur úr herferðinni og nánari upplýsingar um hana má finna hér.

Samtök atvinnulífsins