Aðstoð við markaðssetningu erlendis

Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins og Útflutningsráð Íslands hafa gert með sér samstarfssamning sem gildir fyrir árið 2002 um verkefni sem ætlað er að aðstoða við markaðssetningu erlendis. Samningurinn tekur til eftirfarandi verkefna:

Markaðsstjóri til leigu er þjónusta sem er boðin litlum og meðalstórum fyrirtækjum sem eru að hefja eða efla markaðssetningu erlendis. Sjá nánar á vef Útflutningsráðs.

Útflutningsaukning og hagvöxtur er þróunarverkefni fyrir stjórnendur í litlum og meðalstórum fyrirtækjum sem hafa viðskiptahugmynd er varðar útflutning á vöru og/eða þjónustu. Sjá nánar á vef Útflutningsráð.

Þátttaka í vörusýningum
Nýsköpunarsjóður styrkir þátttöku fyrirtækja á vörusýningum eða til annarra skipulagðra markaðsaðgerða erlendis.