Covid-19 - 

18. júní 2020

Aðstoð vegna greiðsluskjóls

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Aðstoð vegna greiðsluskjóls

Á þriðjudaginn var samþykkt frumvarp dómsmálaráðherra sem felur í sér tímabundið úrræði – svokallað greiðsluskjól – handa fyrirtækjum í sérstakri neyð vegna kórónukreppunnar. Að uppfylltum ákveðnum skilyrðum geta fyrirtækin fengið greiðsluskjól í áföngum í allt að ár.

Á þriðjudaginn var samþykkt frumvarp dómsmálaráðherra sem felur í sér tímabundið úrræði – svokallað greiðsluskjól – handa fyrirtækjum í sérstakri neyð vegna kórónukreppunnar. Að uppfylltum ákveðnum skilyrðum geta fyrirtækin fengið greiðsluskjól í áföngum í allt að ár.  

Fyrirtæki í greiðsluskjóli fá tækifæri til að semja við kröfuhafa með fulltingi sérstaks aðstoðarmanns, lögmanns eða löggilts endurskoðanda sem fyrirtækið tilnefnir sjálft sér til aðstoðar.  

Samtök atvinnulífsins bjóða aðildarfyrirtækjum SA aðstoð lögmanns til að glöggva sig á úrræðinu og hvaða skref þurfi að stíga út frá hagsmunum fyrirtækja í rekstrarvanda og hagsmunum kröfuhafa. Þessa þjónustu veita SA án endurgjalds.

Með þessu nýja úrræði verður gjaldþrotum margra fyrirtækja forðað sem við eðlilegar aðstæður hefðu átt góðar framtíðarhorfur. Það er samfélaginu mikilvægt að stuðla að áframhaldandi rekstri slíkra fyrirtækja. Þannig verða störf varin og efnahagsbatinn hraðari. 

Hér má bóka tíma hjá Ingibjörgu Björnsdóttur, lögmanni hjá SA. 

Samtök atvinnulífsins