Efnahagsmál - 

11. febrúar 2003

Aðstæður leyfa meiri vaxtalækkun

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Aðstæður leyfa meiri vaxtalækkun

Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans í endurhverfum viðskiptum við lánastofnanir um 0,5 prósentur í 5,3%. Í samtali við Morgunblaðið segir Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, samtökin hafa vonast eftir meiri lækkun stýrivaxta og því valdi ákvörðun bankans nokkrum vonbrigðum. "Við áttum okkur ekki á því hvers vegna svo mikill vaxtamunur er á milli Íslands og Evrópu, miðað þær við aðstæður sem hér eru í efnahagslífinu. Stýrivextir eru hér 2,3% hærri en í Evrópu, en hér er verðbólga lægri og mikill slaki á vinnumarkaði. Ég tel hæpið að fullyrða að slaki hafi verið hér meiri á árunum 1994 og 1996 en nú er, meðal annars vegna breyttrar skráningar og virkari vinnumiðlunar, og allt bendir til að atvinnuástand eigi enn eftir að versna. Við óttumst jafnframt að andvaraleysi gangvart gengishækkun krónunnar geti lagt drög að óstöðugleika með svipuðuðm hætti og gerðist árið 2000," segir Ari.

Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans í endurhverfum viðskiptum við lánastofnanir um 0,5 prósentur í 5,3%. Í samtali við Morgunblaðið segir Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, samtökin hafa vonast eftir meiri lækkun stýrivaxta og því valdi ákvörðun bankans nokkrum vonbrigðum. "Við áttum okkur ekki á því hvers vegna svo mikill vaxtamunur er á milli Íslands og Evrópu, miðað þær við aðstæður sem hér eru í efnahagslífinu. Stýrivextir eru hér 2,3% hærri en í Evrópu, en hér er verðbólga lægri og mikill slaki á vinnumarkaði. Ég tel hæpið að fullyrða að slaki hafi verið hér meiri á árunum 1994 og 1996 en nú er, meðal annars vegna breyttrar skráningar og virkari vinnumiðlunar, og allt bendir til að atvinnuástand eigi enn eftir að versna. Við óttumst jafnframt að andvaraleysi gangvart gengishækkun krónunnar geti lagt drög að óstöðugleika með svipuðuðm hætti og gerðist árið 2000," segir Ari.

Samtök atvinnulífsins