Efnahagsmál - 

10. apríl 2002

Aðilum verði ekki mismunað

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Aðilum verði ekki mismunað

Ríkisstjórnin hefur lagt fram frumvarp sem miðar að því að Þjóðhagsstofnun verði lögð niður og verkefni hennar m.a. færð til fjármálaráðuneytis, Seðlabanka Íslands og Hagstofu Íslands. Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra og starfandi forsætisráðherra í fjarveru Davíðs Oddssonar, mælti fyrir frumvarpinu á mánudag (8. apríl). Hafði hann m.a. orð á því að tekist hefði gott samstarf með ASÍ út af þessu máli "þannig að ASÍ getur tekið að sér aukið hlutverk á sviði efnahagsmála og aðilar vinnumarkaðarins, þ.e. samtök atvinnurekenda og samtök launafólks innan vébanda ASÍ, styðja þessa breytingu og telja hana mikilvæga," sagði Halldór meðal annars.

Ríkisstjórnin hefur lagt fram frumvarp sem miðar að því að Þjóðhagsstofnun verði lögð niður og verkefni hennar m.a. færð til fjármálaráðuneytis, Seðlabanka Íslands og Hagstofu Íslands. Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra og starfandi forsætisráðherra í fjarveru Davíðs Oddssonar, mælti fyrir frumvarpinu á mánudag (8. apríl). Hafði hann m.a. orð á því að tekist hefði gott samstarf með ASÍ út af þessu máli "þannig að ASÍ getur tekið að sér aukið hlutverk á sviði efnahagsmála og aðilar vinnumarkaðarins, þ.e. samtök atvinnurekenda og samtök launafólks innan vébanda ASÍ, styðja þessa breytingu og telja hana mikilvæga," sagði Halldór meðal annars.

Ekkert rætt við SA
Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir í samtali við Morgunblaðið í dag að sér sé ekki kunnugt um hvernig ASÍ sé ætlað aukið hlutverk verði Þjóðhagsstofnun lögð niður. "Við okkur hefur ekkert verið rætt um þetta mál þannig að ég átta mig ekki á því hvað í því felst en ég geng út frá því að stjórnvöld ætli ekki að mismuna aðilum vinnumarkaðarins að þessu leyti. Ég teldi það í hæsta máta óeðlilegt að hagræn starfsemi á vegum Alþýðusambandsins nyti opinberra fjárframlaga en samsvarandi starfsemi okkar gerði það ekki. En það má alltaf spyrja sig hvort ríkið eigi yfir höfuð að styðja starfsemi slíkra samtaka eða ekki, en geri ríkið það er sjálfsögð krafa að jafnræðis sé gætt," segir Ari.

Þá segist Ari treysta því að stjórnvöld sjái til þess að samstarf og þjónusta á sviði þjóðhagsrannsókna versni ekki verði Þjóðhagsstofnun lögð niður.

Samtök atvinnulífsins