Efnahagsmál - 

06. Apríl 2017

Aðhald, ábyrgð og efnahagsstjórn

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Aðhald, ábyrgð og efnahagsstjórn

Þjóðhagsráð kom til fundar í dag til að fjalla um stöðu efnahagsmála og samspil opinberra fjármála við peningastefnu og kjaramál. Í ráðinu eiga nú sæti forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra, Seðlabankastjóri, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Þjóðhagsráð kom til fundar í dag til að fjalla um stöðu  efnahagsmála og samspil opinberra fjármála við peningastefnu og kjaramál. Í ráðinu eiga nú sæti forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra, Seðlabankastjóri, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. 

Á fundinum var rætt um meginlínur í opinberum fjármálum til næstu fimm ára, stöðu vinnu við nýtt vinnumarkaðslíkan, kjarasamninga á árinu og árangur og áskoranir peningastefnunnar.  Fundargerð af þessum fundi verður aðgengileg eins fljótt og unnt er.

Meðfylgjandi er efni sem kynnt var á fundinum frá fjármála- og efnahagsráðherra og Seðlabankastjóra  auk greinargerðar sem Hallgrímur Snorrason, fyrrum hagstofustjóri, tók saman um launatölfræði í Noregi og á Íslandi.

Sjá nánar:

Efni frá fjármála- og efnahagsráðherra - Fundur Þjóðhagsráðs - 6. apríl 2017 (PDF)

Efni frá Seðlabankastjóra - Fundur Þjóðhagsráðs - 6. apríl 2017 (PDF)

Greinargerð um launatölfræði í Noregi og á Íslandi (PDF)

Samtök atvinnulífsins