Covid-19 - 

28. Apríl 2020

Aðgerðirnar komi fyrirtækjum yfir erfiðasta skaflinn

Efnahagsmál

Efnahagsmál

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Aðgerðirnar komi fyrirtækjum yfir erfiðasta skaflinn

Ríkisstjórnin kynnti nýjar aðgerðir fyrir atvinnulífið í landinu fyrr í dag sem ætlað er að mæta vanda þeirra fyrirtækja sem hafa orðið fyrir nær algerum tekjubresti vegna kórónukreppunnar. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins fagnar aðgerðunum sem kynntar voru í dag. „Aðgerðirnar eru hvort tveggja í senn hugaðar og heilsteyptar og taka á sértækum vanda fyrirtækja sem standa frammi fyrir algjöru tekjufalli," segir Halldór.

Ríkisstjórnin kynnti nýjar aðgerðir fyrir atvinnulífið í landinu fyrr í dag sem ætlað er að mæta vanda þeirra fyrirtækja sem hafa orðið fyrir nær algerum tekjubresti vegna kórónukreppunnar. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins fagnar aðgerðunum sem kynntar voru í dag. „Aðgerðirnar eru hvort tveggja í senn hugaðar og heilsteyptar og taka á sértækum vanda fyrirtækja sem standa frammi fyrir algjöru tekjufalli," segir Halldór.

„Hvað varðar ferðaþjónustuna og tengdar greinar þá er þetta sú aðgerð sem beðið var eftir og við vonum að komi fyrirtækjunum yfir erfiðasta skaflinn, þar til óvissunni slotar og hægt er að búa til raunhæfar áætlanir fram í tímann."

Aðgerðirnar sem stjórnvöld kynntu í dag eru þríþættar.

Framhald hlutabótaleiðar

Hlutastarfaleið verður framlengd með óbreyttu 25 prósent lágmarkshlutfalli í júní en hækkar í 50 prósent í júlí. Leiðin verður í boði til 31. ágúst.

Fjárhagsleg endurskipulagning

Settar verða einfaldari reglur um fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækja, tímabundið. Byggt verður á núgildandi grunnreglum en breytingar miða að því að fyrirtæki komist í skjól á einfaldan og skilvirkan hátt á meðan verið er að meta stöðu þeirra og horfur til framtíðar. Breytingar lúta meðal annars að skilyrðum fjárhagslegrar endurskipulagningar, beiðni og umfjöllun um hana, tímafrestum, heimildum til ráðstafana og riftunar- og vanefndaheimildum viðsemjenda.

Greiðsla launa á uppsagnarfresti

Fyrirtækjum verður gefinn kostur á að sækja um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu hluta launakostnaður á uppsagnarfresti. Stuðningurinn verður að hámarki 633 þúsund krónur á mánuði í allt að þrjá mánuði auk orlofs. Eingöngu fyrirtæki sem hafa orðið fyrir 75 prósent tekjufalli eða meira uppfylla skilyrði þessa úrræðis. Hámarkshlutfall stuðnings ríkisins verður 85 prósent.

Samtök atvinnulífsins boðuðu fyrr í dag til fjarfundar með félagsmönnum sínum þar sem þessar aðgerðir voru ræddar og félagsmönnum gafst kostur á að beina spurningum sínum til vinnumarkaðssviðs samtakanna og framkvæmdastjóra SAF.

Bent er á að hafa samband við vinnumarkaðssvið Samtaka atvinnulífsins ef spurningar um útfærslur kunna að vakna.

Samtök atvinnulífsins