Efnahagsmál - 

06. Oktober 2008

Aðgangur atvinnulífsins að fjármagni verði tryggður

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Aðgangur atvinnulífsins að fjármagni verði tryggður

Þór Sigfússon, formaður SA, segir í samtali við fréttastofu Sjónvarps verkefni númer eitt, tvö og þrjú að útvega íslenskum fyrirtækjum fjármagn til að halda atvinnulífinu gangandi. Þór segir ennfremur mikilvægt að stjórnvöld komi með röggsemi að vaxtapólitíkinni. Ná þurfi stýrivöxtum umtalsvert niður og jafnframt að ná stöðugleika í gengið. "Ef að við fáum þetta sem allar Evrópuþjóðir búa við núna - umfram það sem við höfum - þá trúi ég því að íslenskt atvinnulíf eigi eftir að hrista þetta af sér fljótt og vel og við eigum eftir að halda hér atvinnustigi áfram háu."

Þór Sigfússon, formaður SA, segir í samtali við fréttastofu Sjónvarps verkefni númer eitt, tvö og þrjú að útvega íslenskum fyrirtækjum fjármagn til að halda atvinnulífinu gangandi. Þór segir ennfremur mikilvægt að stjórnvöld komi með röggsemi að vaxtapólitíkinni. Ná þurfi stýrivöxtum umtalsvert niður og jafnframt að ná stöðugleika í gengið. "Ef að við fáum þetta sem allar Evrópuþjóðir búa við núna - umfram það sem við höfum - þá trúi ég því að íslenskt atvinnulíf eigi eftir að hrista þetta af sér fljótt og vel og við eigum eftir að halda hér atvinnustigi áfram háu."

Í viðtali á Stöð 2 sagði Þór að á Íslandi sé fullt af tækifærum og einstakt að lenda í krísu á meðan geirar innanlands séu á uppleið. Stjórnvöld takist nú á við yfirstandandi vanda af röggsemi sem verði að nýta á fleiri sviðum - ekki þurfi endilega að koma koma til mikilla uppsagna á næstu mánuðum vegna versnandi stöðu efnahagslífsins. Mikilvægt sé að horfa til framtíðar og hefja uppbyggingu.

Viðtal RÚV við forseta ASÍ og formann SA

Viðtal við Þór Sigfússon á Stöð 2

Samtök atvinnulífsins