Aðdráttarafl Íslands eykst

Á síðasta ári fluttu í fyrsta skipti síðan árið 2005 fleiri Íslendingar til landsins en frá því. Aðdráttarafl Íslands er mikið um þessar mundir og til vitnis um gott ástand í atvinnulífinu.

Fjöldi aðfluttra útlendinga umfram brottflutta nærri tvöfaldaðist milli 2016 og 2017 (83%) en undir lok árs bjuggu um 350.000 manns á Íslandi.

Náttúruleg fjölgun Íslendinga á síðasta ári var um 2.000 en um 1.500 féllu út af vinnumarkaði vegna varanlegrar örorku.

Áskoranir á vinnumarkaði eru því miklar og enn eykst hlutdeild þeirra sem falla út af vinnumarkaði vegna örorku af mannfjölda á vinnualdri, 16-66 ára.