05. apríl 2024

Aðalfundur Samtaka atvinnulífsins 2024

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Aðalfundur Samtaka atvinnulífsins 2024

Aðalfundur Samtaka atvinnulífsins fer fram miðvikudaginn 15. maí næstkomandi klukkan 12:00.

Fram fara hefðbundin aðalfundarstörf þar sem greint verður meðal annars frá kjöri formanns Samtaka atvinnulífsins og stjórnar SA 2023-2024.

Rétt til setu á aðalfundinum eiga stjórnendur aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins ásamt starfsmönnum SA og aðildarsamtaka.

Við atkvæðagreiðslu á aðalfundi fara fulltrúar í fulltrúaráði með atkvæðarétt.

Dagskrá aðalfundar:

1. Skýrsla stjórnar fyrir næstliðið starfsár
2. Reikningar samtakanna fyrir næstliðið reikningsár
3. Kjöri formanns lýst
4. Kjöri stjórnar lýst
5. Kosning löggilts endurskoðanda
6. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál

Félagsmenn velkomnir

Samtök atvinnulífsins