Ábyrgðasjóður launa er sjálfstæður sjóður
Að undanförnu hefur átt sér stað nokkur umræða um Ábyrgðasjóð launa. Í þeirri umræðu er stundum fjallað um hann líkt og um ríkissjóð væri að ræða og jafnvel talað um að launaskuldir falli á ríkissjóð við gjaldþrot fyrirtækja. Þessi umræða er á villigötum.
Sjálfstæður sjóður
Ábyrgðasjóður launa er sjálfstæður sjóður fjármagnaður með sérstöku
ábyrgðagjaldi sem lagt er á fyrirtæki. Gjaldið er ákveðið árlega
með tilliti til afkomu sjóðsins. Bein ríkisábyrgð á launakröfum við
gjaldþrot vinnuveitenda var afnumin við stofnun sjóðsins 1992.
Skorti sjóðinn hins vegar reiðufé til að standa við skuldbindingar
sínar skal ríkissjóður lána sjóðnum það fé sem til þarf þar til
jöfnuði er náð. Afkoma sjóðsins skiptir fyrirtækin í landinu því
verulegu máli.
Sterk staða sjóðsins
Staða sjóðsins hefur hingað til verið sterk. Bókfærðar eignir
hans á viðskiptareikningi í ríkissjóði voru í árslok 2001 um 900
milljónir. Útgjöldin hafa hins vegar vaxið mjög hratt á þessu
ári og voru í lok október komin í 572 milljónir.
Heldarútgjöld sjóðsins á árinu geta því orðið um 650 milljónir.
Gert er því ráð fyrir að eigið fé sjóðsins verði í árslok 2002 um
500 milljónir króna. Stjórn sjóðsins er skipuð er fulltrúum SA, ASÍ
og félagsmálaráðuneytis.
Fleiri stærri fyrirtæki orðið gjaldþrota
Þótt gjaldþrota fyrirtækjum sem kröfur berast vegna hafi farið
fjölgandi, voru 209 í fyrra og eru 174 það sem af er ársins,
skýrist útgjaldaaukning sjóðsins fyrst og fremst af því að fleiri
stærri fyrirtæki en áður með fleiri starfsmenn hafa orðið
gjaldþrota. Þá hafa lífeyrisiðgjaldakröfur einnig aukist
verulega.
Sjá skiptingu útgjalda sjóðsins eftir atvinnugreinum (pdf-skjal):
"Skipting útgjalda Ábyrgðarsjóðs launa eftir atvinnugreinum"
Frekari upplýsingar veitir Hrafnhildur Stefánsdóttir, fulltrúi SA í stjórn Ábyrgðasjóðs launa (gsm: 821 0020)