18. mars 2024

Áætlun um íslenska máltækni kynnt

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Áætlun um íslenska máltækni kynnt

Á dögunum var áætlun um íslenska máltækni kynnt. Áætlunin undirstrikar mikilvægi þess að tryggja stafræna framtíð tungumálsins og var unnin af stýrihóp skipuðum af menningar- og viðskiptaráðherra. Hópinn skipuðu Páll Ásgeir Guðmundsson, forstöðumaður á málefnasviði SA, Björgvin Ingi Ólafsson, sem fór með formennsku, og Lilja Dögg Jónsdóttir.

„Þetta er einmitt markmið næstu máltækniáætlunar: Að tryggja hagnýtingu þeirra máltækniinnviða sem hafa verið smíðaðir og styðja við fyrirtæki í því verkefni að þróa tæknilausnir sem skilja og tala íslensku. Við erum að tryggja það að íslenskan verði ekki skilin eftir í gífurlega hraðri tækniþróun heimsins. Við viljum tryggja það að þegar ný tæknilausn kemur á markað sem gjörbyltir innri starfsemi fyrirtækja, og getur sparað starfsfólki tíma og vinnu, þá sé sú tækni á íslensku," segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra.

Sjö afmarkaðar tillögur

Áætlunin telur fram sjö afmarkaðar tillögur og kjarnaverkefni og byggir á fyrri máltækniáætlun menningar- og viðskitparáðuneytisins:
1. Kanna fýsileika þess að miðstöð máltækni og gervigreindar sé komið á fót í samstarfi við háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið til að finna þeim heimilisfesti til framtíðar.
2. 60 m.kr. varið árlega í hagnýtingarverkefni í máltækni.
3. Stóraukin áhersla á kynningarstarf og ráðgjöf fyrir máltækni.
4. 100 m.kr. varið árlega í áframhaldandi þróun kjarnaverkefna í máltækni.
5. Nýtt viðhaldsfyrirkomulag fyrir máltækniinnviði sett á laggirnar.
6. Stjórnvöld séu leiðandi í innleiðingu máltæknilausna.


Áætlunina má lesa hér.

Samtök atvinnulífsins