1 MIN
46.000.000.000 krónur
"Íslendingar geta bætt þjóðarhag um 46 milljarða króna á ári með því að útrýma atvinnuleysinu auk hinna almennu jákvæðu áhrifa á samfélagið sem slíkur árangur mundi hafa í för með sér. Lausnin á efnahagsvanda Íslendinga blasir þannig við." Þetta segir Grímur Sæmundsen, varaformaður SA og forstjóri Bláa Lónsins í grein í Morgunblaðinu í dag.
"Íslendingar geta bætt þjóðarhag um 46 milljarða króna á ári með því að útrýma atvinnuleysinu auk hinna almennu jákvæðu áhrifa á samfélagið sem slíkur árangur mundi hafa í för með sér. Lausnin á efnahagsvanda Íslendinga blasir þannig við." Þetta segir Grímur Sæmundsen, varaformaður SA og forstjóri Bláa Lónsins í grein í Morgunblaðinu í dag.
Í greinninni segir ennfremur:
"Í dag eru rúmlega 11 þúsund manns án vinnu en með því að koma þeim til starfa er hægt að bæta hag ríkis og sveitarfélaga um 26 milljarða króna á ári. Það munar um hvern einstakling sem fer af atvinnuleysisskrá út á vinnumarkaðinn. Af bótum og launum greiðist tekjuskattur og útsvar og af neysluútgjöldum virðisaukaskattur og vörugjöld þannig að skatttekjur hins opinbera aukast um 2,3 milljónir króna á ári þegar atvinnulaus maður fær vinnu fyrir meðallaun.
Atvinnulífið fjármagnar Atvinnuleysistryggingarsjóð og hefur tekið á sig auknar byrðar undanfarin þrjú ár vegna aukins atvinnuleysis en atvinnuleysi 11 þúsund manna og kvenna kostar nú launagreiðendur um 20 milljarða króna á ári. Þessir fjármunir gætu nýst til nýsköpunar, vöruþróunar og fjárfestinga í fyrirtækjunum og til að bæta stöðu okkar á samkeppnismarkaði. Nýsköpun er drifkraftur efnahagslegra framfara og 20 milljarða innspýting í atvinnulífið á ári næstu árin myndi hjálpa verulega til að segja skilið við kreppuna.
Ég starfa í atvinnugrein, ferðaþjónustunni, þar sem Íslendingar eru að nýta tækifærin. Það er m.a. vegna þess, að þar hafa stjórnvöld ekki staðið í vegi okkar, eins og reyndin hefur verið í sjávarútvegi, orkuvinnslu, ýmsum iðnaði og fleiri greinum. Við höfum að mestu fengið frið og við höfum nýtt hann til góðra verka.
Atvinnulífið er uppspretta þeirrar verðmætasköpunar sem samfélag okkar hvílir á. Stjórnvöld verða að vinna með atvinnulífinu í stað þess að vera sífellt á móti og þvælast fyrir - aðeins þannig verður hindrunum rutt úr vegi.
Hefjum nýja atvinnusókn og útrýmum atvinnuleysinu."
Greinin birtist í Morgunblaðinu, laugardaginn 1. október 2011.