09. september 2025

25 ára afmæli starfsmenntasjóða og 10 ára afmæli Áttarinnar

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

25 ára afmæli starfsmenntasjóða og 10 ára afmæli Áttarinnar

Vinnumarkaðurinn hefur tekið örum breytingum undanfarin ár og nýjar atvinnugreinar og störf hafa orðið til á sama tíma og önnur störf hafa breyst. Starfmenntasjóðirnir hafa styrkt starfsfólk og fyrirtæki undanfarin 25 ár sem leitt hefur til aukinnar hæfni á íslenskum vinnumarkaði. Í tilefni af afmæli starfsmenntasjóðanna og 10 ára afmæli Áttarinnar, sameiginlegrar vefgáttar sjóðanna, verður blásið til veglegrar ráðstefnu þann 18 september nk. Ráðstefnan fer fram á Grand Hótel Reykjavík og að henni standa þeir starfsmenntasjóðir sem sameinast um rekstur Áttarinnar.

Hægt er að skrá sig á ráðstefnuna hér fyrir neðan.

Samtök atvinnulífsins