Samkeppnishæfni - 

21. ágúst 2002

198 tillögur til minnkunar á reglubyrði

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

198 tillögur til minnkunar á reglubyrði

Danska ríkisstjórnin hefur kynnt áætlun sína um að einfalda lög og reglur, einfalda opinbera stjórnsýslu, afnema óþarfa reglur og minnka skriffinskubyrði fólks og fyrirtækja. Í ítarlegri aðgerðaáætlun eru lagðar fram 198 tillögur í þessu skyni. Stefnan er m.a. sú að reglubyrði fyrirtækja minnki ár frá ári og að árið 2010 hafi hún minnkað um 25% frá því sem nú er.

Danska ríkisstjórnin hefur kynnt áætlun sína um að einfalda lög og reglur, einfalda opinbera stjórnsýslu, afnema óþarfa reglur og minnka skriffinskubyrði fólks og fyrirtækja. Í ítarlegri aðgerðaáætlun eru lagðar fram 198 tillögur í þessu skyni. Stefnan er m.a. sú að reglubyrði fyrirtækja minnki ár frá ári og að árið 2010 hafi hún minnkað um 25% frá því sem nú er.

Meðal þeirra breytinga sem fyrirhugaðar eru fyrir fyrirtæki má nefna einföldun á innheimtu virðisaukaskatts, innheimtu ýmissa opinberra gjalda og gerð ársreikninga. Þá verða ýmis vottorð einfölduð og jafnvel afnumin í einstökum tilfellum og sama gildir um ýmiss konar upplýsingaskyldu í tengslum við t.d. umhverfismál.

Sönnunarbyrðin hjá hinu opinbera
Sumum tillagnanna verður þegar hrint í framkvæmd, en aðrar þarfnast frekari undirbúnings og hefst hann nú þegar í 16 ráðuneytum. Þá er hverju þeirra ætlað að móta frekari tillögur til einföldunar á reglubyrðinni. Í inngangsorðum að áætluninni hvetur danska ríkisstjórni loks fólk og fyrirtæki til frekara samstarfs í þessu skyni. Tekið er fram að ekki verði í öllum tilfellum hægt að verða við óskum um einföldun regluumhverfis, en jafnframt að það sé hins opinbera að sýna fram á það hverju sinni ef svo sé ekki.

Sjá nánar á sérstakri heimasíðu um áætlun dönsku ríkisstjórnarinnar.

Samtök atvinnulífsins