21. nóvember 2023
21. nóvember
kl. 9:00 - 11:00
Umhverfisdagur atvinnulífsins 2023
Umhverfisdagur atvinnulífsins: Á rauðu ljósi? Dagurinn verður haldinn hátíðlegur þann 21. nóvember í Norðurljósum, Hörpu milli kl. 09.00-11.00. Húsið opnar kl. 08.30 með morgunhressingu. Allur nóvembermánuður verður eyrnamerktur umhverfismálum og þá sér í lagi Loftslagsvegvísum atvinnulífsins. Í júní afhentu ellefu atvinnugreinar Guðlaugi Þór Þórðarsyni umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra 332 tillögur að aðgerðum sem eiga að stuðla að auknum samdrætti í losun atvinnugreinanna, sjá hér: Loftslagsvegvísar atvinnulífsins. Opið fyrir tilnefningar til Umhverfisverðlauna atvinnulífsins - Tilnefnið hér.
Umhverfismál