Efnahagsmál - 

10. febrúar 2009

Víðtæk sátt um niðurskurð í ríkisrekstri nauðsynleg

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Víðtæk sátt um niðurskurð í ríkisrekstri nauðsynleg

Í aðdraganda kosninga til Alþingis og hugsanlegra stjórnarmyndunarviðræðna í kjölfarið þarf Alþingi Íslendinga að taka af skarið og hefja þverpólitíska vinnu við að leita leiða til að spara í ríkisrekstri og ná um það víðtækri sátt. Alþingi á að setja á laggirnar sparnaðarnefnd sem hefur að markmiði að undirbúa sparnað í ríkisrekstrinum á fjárlögum 2010 og leggja línur um sparnað til næstu þriggja ára. Nefndin gæti kallað til sín fulltrúa ráðuneyta og unnið náið með fjárlaganefnd þingsins. Þetta segir Þór Sigfússon, formaður SA.

Í aðdraganda kosninga til Alþingis og hugsanlegra stjórnarmyndunarviðræðna í kjölfarið þarf Alþingi Íslendinga að taka af skarið og hefja þverpólitíska vinnu við að leita leiða til að spara í ríkisrekstri og ná um það víðtækri sátt. Alþingi á að setja á laggirnar sparnaðarnefnd sem hefur að markmiði að undirbúa sparnað í ríkisrekstrinum á fjárlögum 2010 og leggja línur um sparnað til næstu þriggja ára. Nefndin gæti kallað til sín fulltrúa ráðuneyta og unnið náið með fjárlaganefnd þingsins. Þetta segir Þór Sigfússon, formaður SA.

Ennfremur segir Þór:

Við þurfum að einhenda okkur í sparnaðarvinnu svo draga megi úr ríkissjóðshallanum. Nú fer öll umræða um ríkisfjármál að fá viss einkenni þess að stutt er í kosningar. Í útgjaldaráðuneytum virðist mest bera á vissum popúlisma, talað um að skera niður laun hálaunafólksins í læknastéttum, fyrirhugaðar sparnaðaraðgerðir hafa verið settar í bið og því haldið á lofti að ráðherrar labbi í vinnuna.

Nú er kjörinn tími fyrir Alþingi að taka frumkvæði í þessu mikilvæga máli og styrkja með því starf og vægi þingsins um leið. Samtök atvinnulífsins eru reiðubúin að veita liðsinni í þessu mikilvæga verkefni verði til okkar leitað.

Samtök atvinnulífsins