Fréttir - 

08. Mars 2017

Útgáfa skuldabréfa einfölduð

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Útgáfa skuldabréfa einfölduð

Nasdaq Iceland (Kauphöllin) og Samtök atvinnulífsins hafa í sameiningu útbúið staðlað form fyrir útgáfu skuldabréfa (staðlaðir skilmálar). Skjalið getur gagnast fyrirtækjum við undirbúning skuldabréfaútgáfu. Markmiðið er að skjóta styrkari stoðum undir íslenskan skuldabréfamarkað og draga úr kostnaði við útgáfu skuldabréfa og bæta þar með valkosti íslenskra fyrirtækja við fjármögnun.

Nasdaq Iceland (Kauphöllin) og Samtök atvinnulífsins hafa í sameiningu útbúið staðlað form fyrir útgáfu skuldabréfa (staðlaðir skilmálar). Skjalið getur gagnast fyrirtækjum við undirbúning skuldabréfaútgáfu. Markmiðið er að skjóta styrkari stoðum undir íslenskan skuldabréfamarkað og draga úr kostnaði við útgáfu skuldabréfa og bæta þar með valkosti íslenskra fyrirtækja við fjármögnun.

Skjalið er aðgengilegt á vef Nasdaq 

Gerð staðlaðra skilmála fyrir skuldabréfamarkaðinn var hluti af 10 markmiðum sem Kauphöllin setti sér í skýrslu um aukna virkni og gagnsemi íslensks verðbréfamarkaðar eftir víðtækt samráð við sérfræðinga á markaði.

Með stöðluðum skilmálum er átt við staðlaðan texta um hin ýmsu ákvæði sem til álita kemur að skuldabréf innihaldi. Um er að ræða eins konar valseðil og geta útgefendur valið af honum þau ákvæði sem við eiga og þær útfærslur sem þeir kjósa. Fordæmi eru fyrir ámóta skilmálum erlendis, m.a. í Svíþjóð og Finnlandi.

Leitað var til Arnaldar Hjartarsonar, aðjúnkts við lagadeild Háskóla Íslands, sem útbjó drög að skilmálunum og veitti ráðgjöf um útfærslu þeirra. Hliðsjón var höfð af núverandi markaðsframkvæmd hér á landi eins og hún birtist í skuldabréfaútgáfum undanfarinna missera. Jafnframt var litið til útgáfu sambærilegra skilmála á erlendum vettvangi og þeirra upplýsinga sem Nasdaq verðbréfamiðstöð áskilur við gerð útgáfulýsinga í tengslum við rafræna útgáfu skuldabréfa.

undefined

Samtök atvinnulífsins