Efnahagsmál - 

13. febrúar 2008

Stýrivexti verða að lækka

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Stýrivexti verða að lækka

Lækki Seðlabankinn ekki stýrivexti á morgun líta Samtök atvinnulífsins á slíkt sem blauta tusku í andlit samningamanna í yfirstandandi kjaraviðræðum. Þetta kom fram í hádegisfréttum RÚV þar sem rætt var við Vilhjálm Egilsson, framkvæmdastjóra SA um stöðu kjaraviðræðna. "Ef Seðlabankinn ætlar að hækka vexti á morgun eða halda þeim óbreyttum og fara ekki inn í vaxtalækkunarferli þá lítum við svo á að það sé blaut tuska framan í andlitið á okkur" sagði Vilhjálmur.

Lækki Seðlabankinn ekki stýrivexti á morgun líta Samtök atvinnulífsins á slíkt sem blauta tusku í andlit samningamanna í yfirstandandi kjaraviðræðum. Þetta kom fram í hádegisfréttum RÚV þar sem rætt var við Vilhjálm Egilsson, framkvæmdastjóra SA um stöðu kjaraviðræðna. "Ef Seðlabankinn ætlar að hækka vexti á morgun eða halda þeim óbreyttum og fara ekki inn í vaxtalækkunarferli þá lítum við svo á að það sé blaut tuska framan í andlitið á okkur" sagði Vilhjálmur.

Upptöku af fréttinni má nálgast á vef RÚV

Samtök atvinnulífsins