Efnahagsmál - 

15. janúar 2003

Stefnir í verðhjöðnun

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Stefnir í verðhjöðnun

Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í janúarbyrjun 2003 var 224,7 stig og hækkaði um 0,36% frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis var 221,7 stig og hækkaði um 0,14% frá fyrra mánuði. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,4% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 0,3%. Sjá nánar á heimasíðu Hagstofu Íslands.

Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í janúarbyrjun 2003 var 224,7 stig og hækkaði um 0,36% frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis var 221,7 stig og hækkaði um 0,14% frá fyrra mánuði. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,4% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 0,3%. Sjá nánar á heimasíðu Hagstofu Íslands.

Verðbólga á fasteignamarkaði
Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir í samtali við Morgunblaðið að þessi vísitöluhækkun einkennist af þrennu; gengishækkun krónunnar, verðbólgu á fasteignamarkaði og opinberum hækkunum. Hann segir að gengishækkun krónunnar sé að koma fram mjög sterk á öllum vöruliðum. Síðan haldi verðbólgan sem verið hefur á fasteignamarkaðnum áfram, og sé hún meginskýringin á hækkun vísitölunnar núna.

Hannes Sigurðsson segir það vera sérstaklega athyglisvert að horfa á síðustu 12 mánuði og sjá hvernig fasteignamarkaðurinn leikur lykilhlutverk í hækkun vísitölunnar. "Menn hafa einkum leitað skýringa á því í aukinni húsbréfaútgáfu og því hve auðvelt er að fá fyrirgreiðslu fyrir húsnæðiskaupum," segir Hannes. "Slíkt kemur fram í aukinni eftirspurn húsnæðis og hærra verðlagi. Í þriðja lagi má nefna þarna sem ástæðu opinberar hækkanir af ýmsum toga."

Stefnir í verðhjöðnun
Hannes segir að markaðurinn sé að stefna í átt að verðhjöðnun, en verðhjöðnun sé andstæða verðbólgu. "Það er ekki síður hlutverk Seðlabankans að sporna gegn verðhjöðnun en verðbólgu. Of mikil hækkun krónunnar kallar á fall hennar síðar og því er eðlilegt í því ljósi að bankinn stuðli að stöðugra gengi hennar. Ég tel fulla ástæða fyrir Seðlabankann að athuga hvort ekki beri að beita vöxtunum og öðrum aðgerðum eins og að greiða niður erlend lán, til að stöðva þessa gengishækkun," segir Hannes.

Samtök atvinnulífsins