Samtök atvinnulífsins samþykkja nýja kjarasamninga (2)

Rafræn atkvæðagreiðsla um nýja kjarasamninga sem Samtök atvinnulífsins undirrituðu við aðildarsamtök ASÍ þann 21. desember 2013 fór fram meðal aðildarfyrirtækja SA dagana 16.-21. janúar. Samningarnir voru samþykktir með 98,3% greiddra atkvæða, 0,4% atkvæða voru greidd gegn samningunum en 1,3% tóku ekki afstöðu. Kosningaþátttaka var 58%. Greidd voru atkvæði um alla samningana í einu á grundvelli atkvæðavægis aðildarfyrirtækja SA.

Tengt efni:

Kjarasamningar SA og aðilarfélaga ASÍ undirritaðir 21. desember