Vinnumarkaður - 

07. Febrúar 2014

SA og BÍ undirrita kjarasamning

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

SA og BÍ undirrita kjarasamning

Samtök atvinnulífsins og Blaðamannafélag Íslands undirrituðu nýjan kjarasamning í morgun. Samningurinn felur í sér sömu launabreytingar og samið var um við aðildarfélög ASÍ í desember.

Samtök atvinnulífsins og Blaðamannafélag Íslands undirrituðu nýjan kjarasamning í morgun. Samningurinn felur í sér sömu launabreytingar og samið var um við aðildarfélög ASÍ í desember.

Á mbl.is er er viðtal við formann BÍ en þar segir m.a.

"Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að samningurinn sé í anda þess sem samið hafi verið um í samfélaginu að undanförnu.

"Þetta er aðfararsamningur að lengri samningi og inniber sömu hækkanir [2,8% almenna launahækkun] frá fyrsta janúar og þeir samningar sem hafa verið gerðir við Alþýðusambandið," segir Hjálmar í samtali við mbl.is.

"Við töldum að það væri skynsamlegt að klára þessa samninga og nota tímann til fram að næstu samningum," segir Hjálmar, en samningurinn gildir til ársloka 2014.

Hann segir mikilvægt að tíminn verði vel nýttur og "tryggja okkar félagsmönnum þessa hækkun frekar heldur en að lenda inni einhverri hringiðu og þrasi," segir hann ennfremur.

Hjálmar á von á því að samningurinn verði borinn undir atkvæði félagsmanna í næstu viku.

Í lok janúar voru nýir kjarasamningar Blaðamannafélags Íslands við Fréttatímann, DV og Birting samþykktir með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða á almennum félagsfundum á fjölmiðlunum."

Samtök atvinnulífsins