Fréttir - 

18. Nóvember 2017

SA auglýsa eftir verkefnastjóra

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

SA auglýsa eftir verkefnastjóra

Samtök atvinnulífsins leita að verkefnastjóra á samkeppnishæfnisvið samtakanna. Umsóknir fara fram í gegnum vef SA þar sem er að finna ítarlegri upplýsingar um helstu verkefni og hæfniskröfur. Umsóknarfrestur er til og með 21. nóvember næstkomandi. Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál.

Samtök atvinnulífsins leita að verkefnastjóra á samkeppnishæfnisvið samtakanna. Umsóknir fara fram í gegnum vef SA þar sem er að finna ítarlegri upplýsingar um helstu verkefni og hæfniskröfur. Umsóknarfrestur er til og með 21. nóvember næstkomandi. Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál.

Helstu verkefni

 • Hagsmunagæsla fyrir atvinnulífið
 • Stefnumótun og eftirfylgni
 • Gerð umsagna um lagafrumvörp
 • Seta í nefndum, stjórnum og vinnuhópum eftir því sem þörf krefur
 • Rýna og miðla tölfræðilegum upplýsingum
 • Ritun pistla og greina er varða samkeppnishæfni fyrirtækja

Umsóknir skulu berast í gegnum vef Samtaka atvinnulífsins, www.sa.is, ásamt ferilskrá og kynningarbréfi með rökstuðningi fyrir hæfni í starfið.

SMELLTU HÉR TIL AÐ SÆKJA UM

Frekari upplýsingar um starfið veitir: Davíð Þorláksson, forstöðumaður samkeppnishæfni, david@sa.is, s. 591 0000.

Menntun og hæfni

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
 • Brennandi áhugi á atvinnulífinu og starfsumhverfi fyrirtækja
 • Gott vald á íslensku og ensku í töluðu og rituðu máli, norðurlandamál kostur
 • Framúrskarandi hæfni í textagerð
 • Skipulagshæfni og frumkvæði
 • Sjálfstæð og öguð vinnubrögð
 • Samskipta-og samvinnufærni

Samkeppnishæfnisvið SA vinnur að því að rekstrarumhverfi íslensks atvinnulífs sé eins og best gerist í nálægum ríkjum þannig að framleiðni og verðmætasköpun fyrirtækjanna aukist og þau geti staðist alþjóðlega samkeppni.

Samtök atvinnulífsins eru heildarsamtök íslensks atvinnulífs með sex aðildarsamtökum sem byggja á ólíkum atvinnugreinum. Yfir 2.000 fyrirtæki í fjölbreyttum greinum eiga aðild að samtökunum sem eru staðsett í Húsi atvinnulífsins, Borgartún 35 í Reykjavík. 

Frekari upplýsingar um starfsemi Samtaka atvinnulífsins má nálgast á vef SA, www.facebook.com/atvinnulifid og á Twitter: @atvinnulifid

Samtök atvinnulífsins