Óskir um blíðan byr frá Færeyjum

Samtökum atvinnulífsins hafa borist hlýjar frændkveðjur frá Føroya Arbeiðsgevarafelag - samtökum atvinnulífsins í Færeyjum. Í bréfi formanns samtakanna segir Jóhan Páll Joensen að Færeyingar viti að framundan sé mikið átak hjá Íslendingum sem fáir geti sett sig inn í og skilið en Færeyingar hafi verið í svipaðri stöðu og notið hlýlegs viðmóts og skilnings frá Íslendingum. Þor og dugur hafi alltaf verið aðalsmerki íslensku þjóðarinnar og segjast færeyskir atvinnurekendur vera sannfærðir um að Íslendingum muni takast að byggja upp blómlegt atvinnulíf að nýju.

Óska þeir okkur velfarnaðar og biðja fyrir góðum byr í framtíðinni eða eins og segir í bréfi þeirra: "Við ynskjum um framhaldandi gott samstarv, ynskja vit tykkum bestu eydnu og blíðan byr frameftir."

Bréf FA má nálgast hér að neðan á færeysku og í íslenskri þýðingu:

Frændkveðja FA til SA (PDF)