Samkeppnishæfni - 

28. Júní 2001

Opinber útboð: lægri kostnaður og óbreytt eða aukin gæði þjónustu

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Opinber útboð: lægri kostnaður og óbreytt eða aukin gæði þjónustu

Norska hagfræðistofnunin ECON hefur birt niðurstöður rannsóknar á áhrifum opinberra útboða á kostnað annars vegar og á gæði viðkomandi þjónustu hins vegar. Rannsóknin var gerð í Noregi, Svíþjóð og Danmörku og beindist að þremur málaflokkum, þjónustu við aldraða, ræstingum og viðhaldi vega.

Norska hagfræðistofnunin ECON hefur birt niðurstöður rannsóknar á áhrifum opinberra útboða á kostnað annars vegar og á gæði viðkomandi þjónustu hins vegar. Rannsóknin var gerð í Noregi, Svíþjóð og Danmörku og beindist að þremur málaflokkum, þjónustu við aldraða, ræstingum og viðhaldi vega.

Meginniðurstöður rannsóknarinnar eru annars vegar að opinber útboð stuðli að lækkun kostnaðar, en í rannsókninni eru dæmi um allt að 25% lækkun kostnaðar í kjölfar útboðs. Hin meginniðurstaðan er sú að gæði þjónustunnar séu ýmist óbreytt eða meiri í kjölfar útboðs. Þá kemur einnig fram að opinber útboð hafi þau áhrif að efla kostnaðarvitund og stuðla að aukinni fagmennsku og áherslu á gæði þjónustunnar meðal opinberra starfsmanna. Til þess að opinber útboð séu vel heppnuð þarf þó samkeppni að vera til staðar í viðkomandi grein og útboðsgögnin þurfa að vera skýr. Sjá umfjöllun norsku hagfræðistofnunarinnar.

 

 

 

Samtök atvinnulífsins