Vinnumarkaður - 

13. Ágúst 2003

Önnur verkefni í stað veikindafjarvistar?

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Önnur verkefni í stað veikindafjarvistar?

DA, dönsku samtök atvinnulífsins, hafa lagt til að í veikindavottorðum til atvinnurekenda taki læknar fram hvaða eða hvers konar verkefni viðkomandi starfsmenn geti ekki innt af hendi sökum veikindanna. Þannig geti atvinnurekendur hugsanlega fundið þeim önnur verkefni á meðan og þannig viðhaldið tengslum þeirra við vinnustaðinn á meðan á veikindunum stendur.

DA, dönsku samtök atvinnulífsins, hafa lagt til að í veikindavottorðum til atvinnurekenda taki læknar fram hvaða eða hvers konar verkefni viðkomandi starfsmenn geti ekki innt af hendi sökum veikindanna. Þannig geti atvinnurekendur hugsanlega fundið þeim önnur verkefni á meðan og þannig viðhaldið tengslum þeirra við vinnustaðinn á meðan á veikindunum stendur.

Góð reynsla í Noregi
Fyrirmyndina sækja DA til Noregs þar sem sambærilegt fyrirkomulag var tekið upp á síðasta ári, með þríhliða samkomulagi ríkis og aðila vinnumarkaðar, en það hefur þegar orðið til að draga úr veikindafjarvistum. Greint var frá norska samkomulaginu á vef SA í október sl., en miklar veikindafjarvistir frá vinnu eru víða áhyggjuefni á Norðurlöndunum.

Stuðningur danska alþýðusambandsins
LO, danska alþýðusambandið, hefur lýst stuðningi við tillögu DA. Í viðtali við Politiken segir fulltrúi LO að eðli veikinda einstaklings séu ekki lengur eitthvað sem engan annan varði, heldur sé ekki bara í lagi heldur jákvætt að atvinnurekandinn sé jafnframt upplýstur þar um. Þannig geti hann auðveldað starfsmanni að snúa aftur til starfa eftir veikindi.

Sjá frétt netmiðils Politiken.

 

 

Samtök atvinnulífsins