Efnahagsmál - 

05. mars 2010

Nauðsynlegt að auka fjárfestingar minni fyrirtækja og koma stóriðjuframkvæmdum á skrið

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Nauðsynlegt að auka fjárfestingar minni fyrirtækja og koma stóriðjuframkvæmdum á skrið

Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir í samtali við Vísi að það séu vissulega gleðifréttir að landsframleiðslan hafi vaxið um 3,3% á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. "Nú er nauðsynlegt að viðhalda þessari þróun með fjárfestingum í minni og meðalstórum atvinnufyrirtækjum og stóriðjuframkvæmdum," segir Vilhjálmur.

Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir í samtali við Vísi að það séu vissulega gleðifréttir að landsframleiðslan hafi vaxið um 3,3% á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. "Nú er nauðsynlegt að viðhalda þessari þróun með fjárfestingum í minni og meðalstórum atvinnufyrirtækjum og stóriðjuframkvæmdum," segir Vilhjálmur.

Í frétt Vísis segir:

Í heild dróst landsframleiðslan saman um 6,5% á síðasta ári sem er töluvert minna en spár gerðu ráð fyrir. "Spár gerðu ráð fyrir allt að 10% samdrætti en við sáum í hvað stefndi í nóvember þegar í ljós kom að þjónustujöfuðurinn var jákvæður um 20 milljarða króna," segir Vilhjálmur. "Og við það bætist síðan myndarlegur afgangur af útflutningsviðskiptum okkar."

Vilhjálmur segir að Samtök atvinnulífsins telji að þær spár sem settar hafa verið fram um efnahagsþróunina á þessu ári séu of svartsýnar. Tölur um landsframleiðsluna bendi til að það sé rétt mat "Það er að vísu erfitt að sjá hvort þessi uppsveifla smitist yfir á fyrrihluta þessa árs," segir Vilhjálmur. "Þess vegna er nauðsynlegt að auka fjárfestingar í minni og meðalstórum fyrirtækjum og koma stóriðjuframkvæmdum á skrið. Þannig er best tryggt að landsframleiðslan vaxi áfram."

Sjá einnig:

Ný Hagtíðindi: Landsframleiðslan 2009

Samtök atvinnulífsins